Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 38

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 38
38 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Framan við bæinn í Vestur-Stafnesi. (Ljósm. AM) Þá var tekið að drífa að skip sem numið höfðu neyðarkall „Jóns for- seta.“ Þau voru togararnir „Tryggvi gamli,“ „Ver,“ „Hafsteinn“ og „Gylfi“ og loks varðskipið „Þór.“ Bátar frá Sandgerði voru þarna líka. Öll reyndu þessi skip að dæla olíu og annarri feiti í sjóinn til þess að kyrra sjóinn í kring um „Jón forseta", en þar sem vindur stóð af landi komu þessi ráð að engum notum og olían barst burtu.“ * Ahafnarmenn klífa upp í reiðann „En nú voru komnir til liðs við okkur menn frá Sandgerði. Man ég að meðal þeirra voru Stefán Jó- hannsson, lengi formaður hér og bróðir hans Jón Jóhannsson, Jó- hannes Jónasson úr Garði og fleiri. Þeir fóru um borð í bátinn með okk- ur og þar með var haldið að strand- staðnum. Við komumst um miðja vegu milli lands og skips, en ekki lengra. Afréðum við þá að fara út að varðskipinu Þór, en þar fengum við tóg og litla línubyssu. Kom maður af varðskipinu með okkur í land, til þess að leiðbeina um meðferð línu- byssunnar — en þess má þó geta að hún kom aldrei að notum þarna, því hún reyndist draga of skammt. Fram að þessu höfðu mennirnir um borð í Jóni forseta hafst við í brúnni á skipinu, en nú var tekið að falla of mikið að og brotsjóir teknir að ganga yfir skipið. Áhöfnin á Jóni forseta mun hafa verið 25 manns, en Hér bendir Sigurbjörn út á Stafnesrifið, en meira að segja í lognviðri brýtur stöðugt á því. Rifið er aðeins um 300 faðma frá landi. (Ljósm. AM) nú skiptist áhöfnin í tvo hópa þar sem margir tóku að tínast fram á hvalbak- inn, og munu þeir hafa verið 14 tals- ins. Seinna frétti ég að það voru eink- um yfirmenn skipsins og tveir af há- setunum sem eftir urðu í brúnni. í fyrstu hafðist fyrrnefndi hópurinn við undir hvalbaknum, en fór svo að tínast upp á hvalbakinn þegar sjóirn- ir jukust. Þar höfðust þeir við um stund, en skömmu seinna sá ég að þeir höfðu gripið til þess ráðs að klífa upp í stjórnborðsvantinn í reiða skipsins. Þeir völdu stjórnborðsvant- inn því skipinu hallaði og bakborð- vanturinn stóð nær lóðrétt upp og erfiðara að halda sér í hann. Brúin var þá ekki enn farin af skipinu og þeir sem þar voru allir enn á lífi. Fyrsti maðurinn sem ég sá taka út var úr hópi þeirra á hvalbaknum: Hann stóð við framgálgann á skipinu og var að hjálpa þeim félögum sínum að komast upp í vantinn. En þegar hann hafði aðstoðað síðasta manninn við að komast upp og hann var orðinn einn eftir reið yfir slíkur brotsjór að hann hreif þessa kempu með sér. Þar með voru nú 13 af áhöfninni uppi í vantinum, en 11 í brúnni. Klukkan hefur nú líklega verið um níu að morgni og bjart orðið af degi. En fljótlega eftir að mennirnir höfðu komist upp í vantinn fór brúin að brotna, en neðri hluti hennar upp að gluggum var úr járni, en efri hlutinn úr tré. Var brátt ekkert eftir af brúnni nema járnhlutinn og hurfu mennirnir sem þar voru smátt og smátt með sjóunum í hafið — allir með tölu. Um svipað leyti brotnaði skorsteinninn af skipinu og steyptist x sjóinn. Stöku af bátunum fyrir utan náðu nokkrum mönnum, því þeir höfðu verið í lífbeltum — en því mið- ur voru þeir þá dánir. Þeir voru flutt- ir um borð í Tryggva gamla, sem flutti þá til Reykjavíkur. Aðeins eitt lík rak á land þennan dag um nónbil- ið og var það lík vélstjórans. En nú tók brimið sem betur fór að lægja nokkuð og þar með klifu menn niður úr vantinum og komu sér fyrir á hvalbaknum að nýju. Þeir losuðu bauju sem við höfðum séð að bundin var við vantinn, festu við hana tóg og köstuðu henni útbyrðis. Barst bauj-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.