Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 67

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 67
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 67 Minning Ásgeir Jakobsson Fæddur 3. júlí 1919 — Dáinn 16. janúar 1996 Ég hafði sem ungur maður veitt athygli sérstökum blaðagreinum um sjávarútvegsmál, tilskrifum Ásgeirs Jakobssonar, sent einatt nálgaðist málefnið frá öðru sjón- arhorni en almennt var um rætt eða ritað. Beint var að efninu komist og án nokkurra vífillengja sem þá olli frekara umróti, um- ræðan gleggri og henni gerð betri skil. Árið 1973 tók Ásgeir að sér að sjá um bókasafn Hrafnistu, jafn- framt því sem hann ritstýrði Hrafnistubréfinu, hvar megin- hluti efnis voru viðtöl við aldraða vistmenn. Hann hafði sérstaka hæfileika til að ná frarn í viðtölum sínurn frásögnum þeirra öldruðu af fortíðinni, svita og erfiði for- feðranna sem veittu byr til far- sældar landi og þjóð. Ásgeir er mér minnisstæður frá þessuni árum, einkurn fyrir við- tölin við aldraða sjómenn sem bjuggu yfir hafsjó af fróðleik og ómetanleg saga þeirra úr fortíð- inni væri hvergi skráð, ef Ásgeirs hefði ekki notið við. I bókasafn- inu var oft spjallað um mál fortíð- ar sem síðan leiddu til merkra frá- sagna á prenti. Fyrirhöfnin virtist lítil vera og ekki var tímaleysið að plaga hann. í nokkur ár sá Ásgeir um og ritstýrði Sjómannadagsblað- inu sem sjómannasamtökin í Reykja- vík og Hafnarfirði (Sjómannadags- ráð) hafa gefið út síðan 1938. í tilefni 50 ára afmælis Sjómanna- dagsins 1988 gáfu sjómannasamtökin út bókina Siglingasaga Sjómanna- dagsráðs, mikið ritverk, sem Ásgeir Jakobsson samdi. Þegar hann settist að ritun þessa verks var úr miklum gögnum að nioða sem þá höfðu ekki verið flokkuð og því nokkuð erfitt um aðgengi gagna allt frá árinu 1935. Þegar Ásgeir Jakobsson fylgdi Siglingasögu Sjómannadagsráðs úr hlaði ritaði hann m.a. eftirfar- andi: „Söguna hef ég sett saman eftir fundargerðabókum fulltrúaráðs- ins og stjórnar þess og lítið sem ekki leitað munnlegra heintilda, enda átti ég sjálfur ærið af þeim í eigin fórum eftir tuttugu ára náin kynni af sjómannasamtökunum og forystumönnum þar. Ekki er bókin þó algerlega í stíl hefðbund- inna sagnfræðibóka. Höfundur- inn hefur leyft sér að skjóta inn athugasemdum og útleggingum ófræðimannslegum af sinni nátt- úru.“ Ásgeir hafði þá náttúru til að bera að festa á blað ritað mál sagnfræðinnar svo vakti áhuga og forvitni á fortíðinni þegar maður tók bækur hans sér í hönd, enda rnunu þær skipa sérstöðu í bók- menntum okkar íslendinga. Um leið og ég fyrir hönd stjórn- ar Sjómannadagsráðs þakka Ás- geiri Jakobssyni góða samfylgd, vináttu og hollustu við sjómanna- samtökin og Hrafnistuheimilin, sendi ég aðstandendum hans inni- legar samúðarkveðjur. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannadagsráðs V-Æ/'Z/l' cþ/zjzZl'0ZZ/?/Zf/ZZ ZZ/Zl/Z/jzi/'ZÍóÆ'/' zz 'z< Z/ZZZ/Z'ZZ Vélskóli Islands í húsi Sjómannaskólans
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.