Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 106

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 106
106 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ ingar ekki vilja og þeir hamast sem mest á manni að þá er maður örugg- lega á réttri leið. En sé mönnum klappað á öxlina og sagt að nú séu menn að gera það rétta stefnir í versta óefni. Þá er fjandinn laus og þess skammt að bíða að menn fari á hausinn.“ „Nú erum það við sem kaupum það gamla“ „Annars er það um íslenska tog- araútgerð núna að segja að ég held að hún standi heldur vel. Afkastaget- an er orðin slík að örfáir menn ganga frá úrvalsvöru í fyrsta flokks umbúð- um hvaða nafni sem þær nefnast á hafi úti Þeir hafa með öðrum orðum ekkert að gera með að koma með fiskinn í land, og sú er ástæða þess að hinn hefðbundni ísfisktogari á í vök að verjast. Þú endurnýjar ekki ísfisk- togara í dag, það er útlokað. En meinið er að þetta frystitogaradæmi var ekki framkvæmt eins og átt hefði að vera, því við vorum allir í því hér áður að endurbyggja afskrifuð skip. Þar missáu menn sig illa því ætli menn að láta byggja nýjan frystitog- ara í dag, þá er ég hræddur um að það sigi í — eigi menn ekki því meiri pen- inga. Svona hafa nú hlutirnir snúist við. Hér eftir stríð þá seldum við Færey- ingum alla kolatogarana okkar og keyptum nýsköpunartogarana. En nú erum það við sem kaupum allt það gamla — erum hættir að byggja nýtt og kaupum aflóga skip af Græn- lendingum, afskrifaða og útjaskaða kláfa. Það er augljóst að ný skip þol- um við bara ekki lengur — og það þótt vel gangi. En það hefur verið útsala á skipum og ég neita ekki að þetta hefur komið ágætlega út hjá mörgum og gengið vel. Þannig þarf ekki alltaf að vera nauðsynlegt að byggja nýtt.“ „Sé ekki eftir neinu“ „Þú spyrð mig um helsta muninn á því sem orðið hefur frá því er ég hóf sjómennsku og á því sem nú er. Sjálf- sagt er ég ekki rétti maðurinn til þess að bera saman eldri og nýrri útgerð- arhætti, því ég hef aldrei komið um borð í skuttogara nema við bryggju. En svo mikið veit ég að þar er ekki lengur neitt að finna af því sem ég kynntist þegar ég var til sjós. Munur- inn á gömlu síðutogurunum og þess- um nýju skipum er eins og þegar menn fóru yfir á togarana af kútter- unum. Á gufutogurunum fékk eng- inn maður vatn til þess að þvo sér því vélin þurfti að fá vatnið. En núna þykir mönnum helv.. hart ef þeir geta ekki farið í bað þrisvar á dag — eða að minnsta kosti tvisvar. Og nú er bað í hverjum klefa og skíthús, því ekki taka menn í mál að fara að skíta hver hjá öðrum! Munurinn er svo mikill að það tekur því eiginlega ekki að vera að ræða það. En verri er sú breyting sem orðin er á mannlífinu. Nú fær enginn að vera í friði fyrir „menningunni“ leng- ur. Enginn fær að þroskast eðlilega og fyrir vikið verða ekki til þessir skemmtilegu karaktérar sem maður hitti svo oft fyrir hér áður. Enginn fær að vera eins og hann vill. Það er lögð svo ógurlega mikil áhersla á að við séum öll eins. Fæðist einhver sem er afbrigði frá aðalreglunni þá er ekki hikað við að láta í hann svo sem 30-40 milljónir svo hann verði eins og allir hinir.“ En nú er ég löngu kominn í land og það urðu mér engin sérstök við- brigði. Það var eins og hver önnur ákvörðun. Eg hef alltaf tekið því sem að höndum hefur borið, ekki verið að gráta neitt og sé ekki eftir neinu sem hefur skeð — rétt eins og því að ég fór út í þessa togaramennsku sem ég ætlaði aldrei að skipta mér af. Ég hef sætt mig vel við hlutverk útgerð- armannsins og mér finnst dagarnir líða ósköp rólega flestir, þótt maður verði að vera tilbúinn að svara sím- anum hvenær sem er. En það fylgir öllu sem sjó viðkemur að það verður að leysa úr hverju vandamáli sem upp kemur, líkt og ef stíflar hjá mönnum klósettið þá dugir ekki ann- að en hreinsa það!“ AM Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM Sími 568 1400 - Símnefni: Samábyrgð - Lágmúla 9 - Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.