Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 74

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 74
74 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ „í sömu andrá heyri ég kallað að skipið sé að sökkva...“ Rætt við Árna Jón Konráðsson sjómann um 46 ára feril á sjónum og þar á meðal þann atburð er togarinn Fylkir rakst á tundurdufl og sökk árið 1956 * ASjómannadaginn 1989 var Arni Jón Konráðsson, fé- lagi í Sjómannnafélagi Reykjavíkur, á meðal þeirra sem sæmdir voru heiðursmerki dagsins. Árni Jón er fæddur þann 16.9.1926 á Móum í Grindavík og verður því sjötugur nú í haust. Foreldrar hans voru jrau Sigríður Jónsdóttir og Kon- ráð Árnason sjómaður og síðar inn- heimtumaður í Reykjavík og voru börn þeirra átta talsins. Árni Jón stundaði sjóinn í 46 ár og geri aðrir betur. Síðast var hann háseti á togar- anum Engey, eða allt til þess 13. des- ember 1994 þegar skipið var sent ut- an til breytinga og allri áhöfninni sagt upp. Sjómennskuferill hans hefur verið afburða farsæll, þótt víst hafi hann lent í ýmsu, eins og þegar hann var háseti á gamla Fylki er skipið rakst á tundurdufl og sökk árið 1956. Hann hefur einkum verið á togurum og mun nöfnum þeirra skjóta upp einu af öðru í spjallinu hérna á eftir. En það er til marks um viðhorf Árna til samferðamanna sinna á sjó og landi að aldrei telur hann sig hafa kynnst nema góðum drengjum — og hafi mátt segja eitthvað annað um einhvern lætur Árni nægja að segja að hann „hafi þá verið sjálfum sér verstur. Árni býr nú að Rjúpnafelli 42 í Reykjavík. Hann er kvæntur Helgu Helgadóttur og eru börn þeirra sjö. Við innum hann fyrst eftir æskuárun- um, og spyrjum í framhaldi af því hvenær hann hafi byrjað þennan langa sjómennskuferil? „Eins og fram hefur komið er ég fæddur í Grindavík, en var aðeins Árni Jón Konráðsson: „Heyrði óvenju- lega skruðninga og ályktaði sem svo að skipið hefði borist inn t' eitthvert ís- hröngl. “ (Ljósm.: AM) fjögurra ára þegar foreldrar mínir fluttust til Reykjavíkur. Þannig er ég alinn upp sem Reykvíkingur,“ segir Árni Jón. „Eg var mikið í sveit á sumrum á unglingsárunum og 1941 þegar hernámið kom fór ég að vinna við gerð flugvallarins í Skerjafirði, enda sóttu allir í Bretavinnuna í þá daga. Síðar vann ég svo ýmsa verka- mannavinnu hjá Reykjavíkurborg, uns sjómennskuferill minn hófst. Sjómennskuferilinn hóf ég á 105 tonna mótorbáti, Ingólfi Arnarsyni, sem var í eigu Ágústs Snæbjörnsson- ar og Karls Jónssonar og gerður var út frá Reykjavík. Það var árið 1948. Þetta var í nóvember og ætlunin var að fiska fyrir Englandsmarkað. Við héldum því hér út í Bugtina og þá inn á Breiðafjörð, fiskuðum þar um hríð en fórum svo og keyptum það sem á vantaði af Grundfirðingum til þess að fylla bátinn og var það koli. Farið var til Fleetwood og er mér minnis- stætt að á heimleiðinni fengum við hið versta veður, svo heimsiglingin tók langan tíma. Þegar við vorum komnir að Mön hafði komist slík slagsíða að bátnum að við fórum allir sem vettlingi gátum valdið og mok- uðum til kolum þar niðri uns bátur- inn rétti sig. Man að við vorum sam- skipa báti þeim sem Otur hét á heim- leiðinni og hann hafði einnig fengið slagsíðu á sig. Þeir höfðu hins vegar ekki tekið sama ráð og við — að moka til kolunum — og komu tveim- ur sólarhringum á eftir okkur til Reykjavíkur fyrir vikið. Var Otur þó stærri bátur. Þetta er nú helsta minn- ingin um fyrstu raunverulegu sjó- ferðina mína.“ Eftirsótt pláss „Á þessum báti, Ingólfi Arnar- syni, var ég um tíma og ætlaði með þeim á síld um sumarið 1950, en þá vildi það óhapp til að báturinn strandaði við Knarrarósvita, svo ekki leit út fyrir að neitt yrði úr þeim áformum. Réði ég mig því í febrúar 1950 á Bjarnarey VE-11 og fórum við einn saltfisktúr til Englands. Skip- stjóri var Oskar Gíslason, prýðis- maður. Á Bjarnaeynni var ég þó aðeins fram í maí þetta ár, en þá hætti ég á skipinu þar sem sem ég var svikinn um kaupið, og líkaði það heldur miður sem von var. En þá kom minn gamli útgerðar- maður Ágúst Snæbjörnsson að máli við mig og sagði mér að hann hyggð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.