Sjómannadagsblaðið

Árgangur

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 59

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 59
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 59 Nú er smíði nýrrar Sigurbjargar — sem að vísu er þriðjungi minni en sú fyrri — komin á lokastig. (Ljósm.: AM) úrsmið á Akureyri, en þá var einmitt einn lærlingur hans að ljúka námi. Og vissulega var það heppni, því Bjarni meistari rninn var afburða skemmtilegur maður og m.a. prýði- lega hagmæltur. Samstarf okkar reyndist líka gott, því hjá honum var ég hvorki lengur né skemur en 30 ár — að vísu hjá syni hans síðustu árin, sent þá var tekinn við verkstæðinu.“ Flutt á mölina „Ástæða þess að ég flutti suður eft- ir svo langan tíma var sú að kona mín og tveir synir voru þá flutt suður og ég vildi vera nær þeim. Þar að auki hafði ég þá verið búinn að reyna að skipta um starf í tvö eða þrjú ár, enda orðinn hundleiður á úraviðgerðum. En það gekk treglega svo löngunin til þess að láta slag standa og skipta alveg um umhverfi tók að leita á mig. Ég fluttist til Reykjavíkur og hóf störf í Trésmiðjunni Víði. Það gerði ákvörðunina um að segja skilið við úrsmíðarnar enn auðveldari að úrin voru að breytast í tölvuverk og nennti ég satt að segja ekki að setja mig inn í þá tækni. Ég var ekki lengi í Víði, heldur réði mig til Hafskipa og vann hjá þeim allt til þess tírna þegar það ágæta skipafélag leið undir lok 1985. Þá hóf ég að starfa hjá OLÍS og hjá OLIS vinn ég enn.“ Áhuginn vaknaði strax á bernskuárunum „En þar sem ætlunin er að rabba um vinnu mína við skipslíkön, þá get ég frætt þig á því að þessi löngun á rætur að rekja alveg til bernskuára minna. Þá rak ég einhverju sinni aug- un í líkan af skipi og ákað að svona skyldi ég smíða þegar ég „yrði stór.“ En framkvæmdirnar drógust á lang- inn og var það loks þegar byrjað var að smíða fyrsta stálskipið í Slippstöð- inni á Akureyri að ég hófst handa. Þetta var skipið „Sigurbjörg“ ÓF-1, eins og sjá má, en hún var 364 brl. og var afhent eigendum í ágúst 1966. Meðan á smíði skipsins stóð var stöð- in enn svo frumstæð að skipið var smíðað úti og aðeins segl reist yfir mannskapinn til skjóls, því oft var unnið í frosti og stórhríð veturinn 1966. Nú, ég fékk að skoða teikningu af skipinu og fannst það fallegt og ákvað að smíða líkan af því. Að vísu varð ég að fá leyfi til framkvæmdar- innar hjá Hjálmari R. Bárðarsyni, sem teiknaði skipið og það veitti hann góðfúslega. Ég útbjó þar með línuteikninguna og líklega hef ég tek- ið einar 70-80 myndir af skipinu frá ýmsum sjónarhornum áður en ég hófst handa, þar á meðal yfirbygg- ingu og öllum búnaði.“ 10-50 klukkustundir tók að imíða akkerisspilið! „Ég tók til við smíðina þegar þarna tm veturinn 1966 og er ekki að orð- engja það að henni var ekki lokið yrr en 29 árum seinna — með hléum 3Ó — eða árið 1995. Því hefur verið ;legið fram að þetta hafi kostað 2500 dukkustunda starf, en það er ef til dll ögn ríflega áætlað. En yfir 2000 klukkustundir fóru áreiðanlega í þetta áður en yfir lauk. Það er erfitt að reikna slíkt út, en þó get ég fullyrt að ég var örugglega 40 til 50 klukku- stundir við það eitt að smíða akkeris- spilið. Á spilinu má líta 36 rær sitt hvorum megin á spiltromlunni og þær bjó ég til úr vír sem ég sagaði niður og límdi á sinn stað — 72 rær alls. í þetta verk, auk smíði spilsins með öllum þess snerlum og hand- föngum, fór áðurnefndur tími — 40- 50 stundir. Þetta man ég vegna þess að spilið var fyrsta heila stykkið sem ég smíðaði á eftir sjálfum skrokkn- um. Skrokkinn smíðaði ég á Akur- eyri á einum tveimur árum, en þá urðu þau umskipti hjá mér að ég varð að flytja í húsnæði þar sem aðstaða til smíðinnar var alls ófullnægjandi. Góða aðstöðu öðlaðist ég ekki á ný fyrr en ég kom hingað til Reykjavík- ur sex árum seinna, en þó smíðaði ég fjölmargt sem skipinu tilheyrði á meðan.“ Erfíðleikar með að gera græna loðnunót svarta! „Um skrokkinn er það að segja að hann er smíðaður úr valinni og þurrkaðri smíðafuru. En vegna þess hvílíkt nákvæmnisverk var um að ræða þá var þessi ágæti viður alltaf að breyta sér ögn með tímanum svo ég varð án afláts að taka til við að slípa hann til og fága upp aftur. Notaði ég samt besta lím. Stýrishúsið er úr módel-krossviði — en annars yrði allt of langt mál að telja upp öll þau efni sem ég hagnýtti mér. Þó má ég til að segja þér frá vanda sem ég lenti í með loðnunótina sem er aftan á skip- inu. Lengi var ég að finna rétta netið og prófaði ýmislegt, þar á meðal ým- is hárnet. En loks fann ég sérstakt flugnanet sem veiðimenn nota og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Sjómannadagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.