Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 55
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
55
Á tröppunum við dyr hússins að Nýlendugötu 20, en þar hefur Guðmundur búið alla
œvisína. (Ljósm. Sjómannadagsbl./AM)
maula þær. Oft fórum við með
Frökkunum út á Grandann, en þar
tíndu þeir skelfisk. Þeir höfðu með
sér körfu og þegar karfan var orðin
full var hún borin um borð í skipið í
slippnum. Þar var skorið innan úr
skelinni, fiskurinn settur í pott og
soðinn ásamt beinakexi í lúkarnum.
Að endingu var potturinn borinn
upp á þilfar og hverjum manni fengin
skeið. Þar með var sest að snæðingi
og ég man að þessi kássa bragðaðist
ágætlega, því oft fengum við strák-
arnir að taka þátt í veislunni.“
Föðurmissir
„Svona liðu nú bernskuárin, en
veturinn 1914, þegar ég var á tíunda
árinu, dó faðir minn aðeins 52 ára
gamall. Hann hafði verið á vetrar-
vertíð og fengið lungnabólgu um
borð. Hann komst lifandi til lands,
var fluttur upp á Landakotsspítala,
og lést þar. Þá var mikil sorg að okk-
ur kveðin og vandkvæði, en við vor-
um fjögur börnin og ég elstur. Skút-
an sem faðir okkar var á hét Sigríður
og var í eigu Th. Thorsteinsson út-
gerðarmanns. Hann átti tvær skútur
og rak auk þess tvær verslanir í
Reykjavík, matvöruverslun og fata-
verslun sem Haraldur Árnason, síð-
ar stórkaupmaður stóð fyrir. Þessi
fataverslun brann 1915 í Austur-
strætisbrunanum. Th. Thorsteinsson
reyndist okkur afar vel í þessum
þrengingum og til marks um það er
að alltaf sá hann til þess að heimilið
skorti ekki mat. Það var líka honum
að þakka að ég fékk að fara með
kútter Sigríði í miðsumartúrinn árið
1914.
Skúturnar voru gerðar út frá því í
mars og fram í september, en þá var
þeim lagt inni á Sundum. Þegar þær
voru sóttar inn á Sund í mars var sagt
að þær væru leystar úr „múrning-
um.“ Miðsumartúrinn varði frá Jóns-
messu og fram í ágústlok — þetta sex
vikur — og þá voru veður best og
hægt að lofa svo ungum pilti með. Á
vetrum var einkum verið á Selvogs-
bankanum en þegar fram á sumar
kom fyrir Vestíjörðum.“
Mannlíf um borð í
kútter Sigríði
„Þetta var mikil upphefð fyrir tíu
ára snáða — að komast af götunum
og í þetta karlmannlega starf sem
skútusjómennskan þótti vera. Við
vorum mest fyrir vestan og allt varð
þetta manni ákaflega eftirminnilegt.
Á kútterunum voru 26-30 menn og
þar sem fjöldinn var slíkur en skipið
ekki nema um 80 lestir urðu menn að
ganga vaktir og deila kojunum tveir
og tveir. Vaktirvoru fjórar: Dagvakt
var frá tólf til sex, kvöldvakt frá sex
til miðnættis og svo hundavaktin frá
miðnætti til klukkan fjögur. Þá tók
við morgunvaktin til hádegis.
Skipstjórinn var Björn Jónsson frá
Ánanaustum, ágætur maður. Sama
get ég sagt um aðra skipverja og þá
ekki síst manninn sem ég deildi koj-
unni með, en hann hét Magnús. Ekki
get ég rnunað hvers son hann var, en
hann átti að líta til með ntér og gerði
það með miklum sóma.
Kátt var alltaf á Hjalla um borð og
einkum var mikið sungið. Hásetarnir
voru flestir frá Eyrarbakka og
Stokkseyri og nokkrir ofan af Akra-
nesi en fáir úr Reykjavík. 1 hópnum
voru margir góðir raddmenn og end-
urómaði skútan stundum af söngn-
um.
Þótt vaktir væru eins og ég hef lýst
þá komu samt allir upp meðan mikill
fiskur var og stóðu meðan það varði.
í tregfiski sváfu menn og stundum
líka á sinni vakt. En þótt stundum
aflaðist vel fór það nú svo að hrúgan
mín varð heldur lítil. En Th. Thor-
steinsson hafði ákveðið að ég skyldi
eiga allan þann fisk sem ég veiddi og
víst varð það móður minni og fjöl-
skyldunni nokkur búhnykkur.“
Ensk herskip fyrir
Vestfjörðum
„Gaman var að fylgjast með því
hvernig seglabúnaðinum var stjórn-
að, en þegar hvessti og fækka varð
seglum varð að senda menn upp í