Sjómannadagsblaðið - 01.06.1996, Blaðsíða 32
32
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ
höfn klukkutímum saman og beðið
meðan menn smöluðu saman ein-
hverjum náungum af strætunum og
flyttu þá meira og minna drukkna á
báti út í skipið.
Þá man ég að haustið 1959 þegar
konan mín var lögst inn á fæðingar-
deildina og við væntum eins af börn-
unum okkar vildi ég fá frí — en það
var ekki nokkur lifandi leið. Ég rétt
fékk að skreppa og kveðja hana og
svo var rokið um borð. Það fór svo að
allan næsta sólarhringinn komst ég
ekki upp úr vélarrúminu, því ekki
mátti fara frá vélinni, og var það loks
næsta dag að ég gat skroppið upp og
hringt og fregnað hvernig henni
hefði reitt af. Þetta þætti hart nú,
þegar menn geta hlaupið um allt skip
hvenær sem er.“
Breytt tækni og aðbúnaður
— en meiri vinna
„En 1966 afréð ég að fara í land og
réði mig sem vélstjóra hjá Mjólkár-
virkjun í þrjú og hálft ár. En ein-
angrun staðarins olli því að dvölin
þar gat ekki orðið lengri, því börnin
voru tekin að stálpast og þurftu að
sinna skólaskyldu sinni. Þetta voru
erfiðleikaár, atvinnuleysi og fólks-
flótti, og varð það til þess að ég réði
mig enn á ný hjá Bæjarútgerðinni og
nú sem yfirvélstjóri á Þormóði Goða.
Á honum var ég til ársins 1971, en þá
fór ég um borð í Bjarna Benedikts-
son sem kom nýr til landsins það ár.
Á Bjarna var ég síðan óslitið til ársins
1980. Pá var ég settur til að hafa eftir-
lit með byggingu hins nýja skuttog-
ara BÚR, Ottós N. Þorlákssonar,
meðan á smíði hans í Stálvík stóð.
Mér bauðst skjótt staða fyrsta vél-
stjóra á hinu nýja skipi og þáði ég
hana vitaskuld fúslega, en það var
árið 1981. Og þegar um borð í Ottó
N. Þorláksson kom varð mér strax
ljóst að allir hinir gömlu starfshættir
um borð í togurum höfðu breyst frá
því sem var. En ég held samt að vinn-
an sé meiri á þessum nýju skipum en
var á þeim gömlu, vegna þess hve
áhafnir eru nú orðnar fámennar. Nú
erum við til dæmis aðeins tveir vél-
stjórar í fimmtán manna áhöfn á
Ottó N. Þorlákssyni, sem er einn
þessara minni skuttogara, 485 tonn.
En á móti kemur mikil hagræðing og
bættur aðbúnaður. Hvað okkur vél-
stjórana snertir þá er það einkum hin
aukna rafvæðing sem er áberandi og
vinnan er satt að segja orðin meiri
utan vélarrúmsins en innan þess. Því
valda færibönd á millidekki, að-
gerðavélar og miklu fleiri spil. Á
gömlu togurunum var til dæmis
aðeins eitt spil, en á Ottó N. Þorláks-
syni eru átta spil. Þetta segir sína
sögu. Öllu þessu þarf að líta eftir og
ef eitthvað bilar verður að koma því í
gang aftur. Þannig er gamli lærdóm-
urinn frá smiðjuárunum enn í fullu
gildi, þótt ekki sé því að neita að
maður á erfitt með að fylgjast með
öllu því sem gerist á sviði rafbúnað-
arins. Það er satt að segja ekki orðið
nema fyrir raftæknifræðinga að fást
við — a.m.k. margt af því.“
Lít fremur sáttur um öxl
„Ég á ekki von á að ég haldi lengi
áfram á sjónum úr þessu og hefðu
þeir ekki breytt þessum reglum um
lífeyrissjóðinn væri ég líklega þegar
kominn í land. Ég má að vísu hætta
sextugur, en geri ég það verða dregin
af mér 5% til 65 ára aldurs. Það er
25% frádráttur og þá þykir mér að
lítið verði eftir. Ég verð 63 ára nú í
vor og hef hugsað mér að þrauka til
65 ára aldurs ef heilsan leyfir. Ég er
fremur sáttur með lífsstarf mitt þegar
ég horfi yfir farinn veg — en víst hef
ég átt betri ævi á sjónum þessi ár sem
ég hef verið á Ottó N. Þorlákssyni.
Fríin eru orðin svo miklu betri, því
þótt við séum jafnan tveir vélstjórar
um borð í skipinu þá erum við í raun-
inni þrír, en sá þriðji er alltaf í fríi
þriðja hvern túr. Það er mikil og góð
breyting.“
AM
ISLANDSBANKI
- / takt við nýja tíma