Eimreiðin - 01.01.1923, Page 7
ÉIMREIÐIN
QRÍMUR THOMSEN
3
annað fallegra til ? Þar finst mér oft formlýtin, sem venjulega
kunna að hafa skapast við málbreytingar og misminni, gefa
vísunum sama einkennilega fegurðarblæinn og getur verið á
sjálfsánum og kræklóttum fjallahríslum. Kvæði Gríms eiga
mikið af sama svip. Hver mundi nú vilja víkja við einu orði í
þessari vísu:
Þeir spurðu Heimi, er hann að Rín
Hlymsdala kom úr borg:
„heyrist oss gráta harpan þín,
hvað veldur þeirri sorg?“
— og þó er hvorki kliðurinn né skipun orðanna gallalaus.
Eða mundi á hinn bóginn ekki margur vilja kveðið hafa vís-
una í Hemingsþætti, þar sem Grímur gerir sig sekan í því,
sem varla nokkurt erfiljóðaskáld mundi láta sér sæma: að
ríma saman sögur og þögul:
Hafs á botni flest er fyrðum hulið,
fáar berast mönnum þaðan sögur,
gott og ilt í djúpi þar er dulið,
dul er heima fyrir Rán og þögul.
Skyldi í raun og veru skólasveinninn, sem veit að fortíðin af
nema er nam, vera betri í íslensku (eins og haft er eftir Jóni
rektor Þorkelssyni) en Grímur, sem kvað vísuna:
Náttúrunnar numdir mál,
numdir tungur fjalla o. s. frv.
Og þegar inn úr ysta borði formsins kemur, þarf Grímur
eugrar varnar við. Hann á sér eitt af því, sem sjaldgæfast er:
það ættarbragð stíls og hrynjandi, að hvert vísuorð hans er
auðkent, án þess nokkurntíma verði að tilgerð. Þess vegna er
hasgt að hafa mætur á hverju kvæði hans, þó að honum séu
•Éjög mislagðar hendur, eins og unna má hverjum drætti í
Söfugu og svipmiklu andliti, og eins þeim sem eru ekki til
fríðleiks. Mál hans er í fullu sámræmi við merg og kjarna
efnisins. Hann getur í einni vísu brugðið upp mynd, sem er
stórfeld eins og freskómálverk í hvelfingu forns musteris:
Sleipnir tungla treður krapa,
teygir hann sig af meginþrótt,