Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 8
4
GRÍMUR THOMSEN
, eimreiðin
íætur ber hann átta ótt,
stjörnur undan hófum hrapa
hart og títt um kalda nótt.
Vísur hans geta Uomið eins og löðrungar:
ÞiÖ munuð fá að súpa á sjó,
þótt sitjið og bælið fletið,
og háttunum ná í helvíti, þó
þið hjarið á meðan þið getió.
En líka eins og meitluð spakmæli:
En ■— á bjartan orðstfr aldrei fellur,
umgjörðin er góðra drengja hjörtu.1)
— þar sem verður að muna, að umgjörð þýðir sverðslíðrar
og því er lýsingarorðið bjartur valið, svo að fullkomnari sé
samlíkingin við brandinn.
Einmitt þessu má ekki gleyma um kvæði Qríms. Hann
vandar svo til stílsins, að einstök orð og setningar verða seint
of nákvæmlega athuguð. í vísuorðinu »og feiknstafir svigna í
brosi« er heil lýsing á skaplyndi Goðmundar á Glæsisvöllum,
en um leið er fornyrðið feiknstafir (upprunalega: ógnarrúnir,
síðan: ógnir, mein, sbr. Grímnismál 12) alveg endurnýjað með
því að setja það í þetta óvænta samband. Sama djörfungin>
að gera lýsingu og samlíkingu að einni mynd, eins og gert
var í árdaga skáldskaparins (kenningar), kemur fram í hinni að-
dáanlegu línu í Skúlaskeiði: »skóf af klettunum í hófa hreggi*-
Þetta mætti leysa sundur í langa samlíkingu: hesturinn bar
svo ótt fæturna, að hófatak hann var eins og dynjandi hagl'
él á klettunum o. s. frv. Það væri skáldlegt, en samt eins og
frauður hjá málminum í máli Gríms.
Og Hómer hefir verið dáður fyrir lýsingarorð, sem eru ekkt
betur mynduð né valin en ilbleikir \ kvæðinu um Arnljót gellina.
Eftir honum úlfar þjóta
ilbleihir með strengdan kvið — —
1) Hér er ekki hirt um að vísa í kvæðabækur Gríms um tilvitnanir-
Þeir sem kannast ekki við, hvaðan þær eru teknar, geta haft gott af a
leita sem mest að þeim.