Eimreiðin - 01.01.1923, Page 12
8
GRÍMUR THOMSEN
EIMREIÐItC
Það er mikið af sjálfslýsingu í því, þegar hann í formála rits-
ins »Den nyfranske Poesi« líkir samtíð sinni við Guðrúnu.
Gjúkadóttur yfir líki Sigurðar:
Þeygi GoÖrún
gráta mátti,
svá var hon móðug
at mög dauðan,
ok Aarðhuguð
of hrör fylkis.
Grímur segir í því sambandi, að eitt af hlutverkum skáldanna.
sé að gráta fyrir heiminn. En hann segir það á þann hátt, að-
auðséð er, að honum er ekki í skapi að vera í þeirri grát-
fylkingu. Hann vildi heldur líkjast Halldóri Snorrasyni:
aldrei hryggur og aldrei glaður,
æðrulaus og jafnhugaður —
Hann vildi gjarna lesa annara harmatölur, en ekki telja þær
sjálfur. Enda verður það tíska í Európu á þessum árum að
látast vera tilfinningalaus, þótt mönnum væri að blæða inn.
Bæði erlend áhrif og íslensk lund áttu þarna samleið hjá
Grími.
En hann fékk meira af kuldanum en hann kærði sig um..
í Tókastúfi, en einkum Goðmundi á Glæsisvöllum, hefir hann
í gervi fornra sagna lýst lífi sínu meðal stjórnmálamannanna.
og hinu kalda návígi í sölum höfðingjanna:
Horn skella á nösum og hnútur fljúga um borð,
hógvær fylgja orð;
en þegar brotna hausar og blóðið litar storð,
brosir þá Goðmundur kóngur.
Þar var ekki til neins að kvarta um kulda. Svarið hefði orðið
svipað og sjómennirnir íslensku hafa við unglinga, sem berast
lítt af, að þeir skuli skjálfa sér til hita. »Kalinn á hjarta það-
an slapp eg« — segir Grímur í kvæðislok. Hann hefir fundið
kuldagervið færast lengra inn í hugann en hann kærði sig
um. Það er einkennilegt að sjá hann kalla sig »karlinn gamla*
þegar hann hefir tvo um fertugt og kvarta um, »að hljóð
hörpu sinnar séu stirðnuð* (Á fæðingardag minn, 1862).