Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1923, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1923, Page 16
12 GRÍMUR THOMSEN EIMREIÐlfT' varð sjálfur (eins og hann sagði um Pétur biskup) því betri maður sem hann varð eldri. Það var meira lán fyrir Grím en tölum verður talið, að hann varð stúdent löngu áður en efnis- hyggjan tók að ryðja sér til rúms. Hann mundi vafalaust hafa drukkið þá skoðun í sig um tvítugt, eins og hann drakk ró- mantíkina, en það er óhætt að fullyrða, að hefði hann ekki eygt neitt æðra mark bak við lífsbaráttu sína, hefði hann orðið bæði verri maður og vansælli. Nú lifði hann að vísu blómaöld efnishyggjunnar, en var þá kominn á þann aldur, að hún haggaði ekki við æskutrú hans. Hann, sem alinn var upp við hið víðfaðma heimspekiskerfi Hegels, þar sem allar leiðir lágu að einni og sömu hugsjón, leit smáum augum á heims- skoðun náttúruvísindanna, sem leysti alla tilveruna upp í eindir og átti sér ekkert kerfi: Alkorl þvílíkt aðeins lyjur, eigi hefir tromf það nein, bacillar og bakteríur búa í þeirri veröld ein. Hann líkir heinispekingum nýja skólans við biðlana í Odys- seifsdrápu: »Þeir ná ekki ráðahag við Penelopu sjálfa, en sofa hjá þernum hennar« (Kirkjubl. VI, 19). Höfðinginn og trú- maðurinn tóku hér höndum saman í Grími. Honum þótti ver- aidleg velferð næsta auðvirðileg hugsjón, eins og hann lýstr henni (Fjóstrú): á vel tyrfðum bundinn bás baula eftir töðumeis. En þessi skoðanamunur var eitt af því, sem gerði honum samtíðina fjarlægari síðari árin. V. Saga flestra íslenskra afburðamanna frá síðari öldum er til- breyting á sama viðlaginu. Það er saga krafta, sem hvorki fengu að þroskast né njóta sín til fulls, saga um of smá verk- efni og lítilfjörleg mörk. Það er eins og þessir menn séu til- raunadýr alviskunnar til þess að sýna, hversu mikils göfugur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.