Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 17
'EIMREIÐIN
GRÍMUR THOMSEN
13
°9 frjálsborinn andi má sín, jafnvel þegar alt umhverfis er
UPP á móti. Þess vegna verða æfisögurnar í íslenskri bók-
Wentasögu, þegar þær verða rétt skildar og skrifaðar, ef til
vill
enn merkilegri en verkin sjálf. Og svo er það líka best.
Því af öllum verðmætum, sem vér fáum að kynnast, er manns-
sálin sjálf, afklædd öllu því sem menn eiga, afreka og sýnast,
vafalausast og aðdáanlegast. 011 verk eru ekki annað en brot
Ur sálarlífi höfundar, hann sjálfur er heildin, sem tengir öll
^rotin saman og varpar ljósi á þau. Því er eðlilegt að leita
^annsins, ef maður ann verkunum:
Vilda eg sjá þá húÖ, kvað Halldór fyrstur,
sem hemingurinn þessi af er ristur.
^ví kemst hinn duli Grímur ekki hjá því, að vér skygnumst
sífelt eftir honum að baki kvæðanna, og finnum hann þar,
Sern hann þykist hafa fólgið sig best.
1 einni af níðgreinunum um skáldskap Gríms Thomsens frá
urunum 1880—90 er komist svo að orði: »(Jm það efni sækir
enginn maður sannleika né vit til Gríms bónda á Bessa-
stöðum«.
Eg hrökk við, þegar eg las þessi orð fyrst. Því að í þess-
ar* grein er ekkert orð sagt, nema til hnjóðs eigi að vera, og
bað virðist vaka fyrir höfundi, að lítið hafi lagst fyrir Grím,
^oktorinn, legationsráðið, hofmanninn, að verða bóndi á Bessa-
sföðum. En höfundur missir álíka marks og Danir gerðu á
arunum, þegar þeir héldu að þeir gætu minkað ]ón Sigurðs-
s°n með því að kalla hann »student Sigurdsson«.
Qrímur bóndi á Bessastöðum. Þetta er með hljómmestu
Setningunum í íslenskri sögu. Um þennan Grím, sem undir
^nitugt hvarf heim til Íslands, afsalaði sér embætti sínu og
þeimsborgaralífi, og gerðist bóndi suður á Álftanesi, á óborna
Islendinga eftir að dreyma. Þeir munu sjá hann, eins og hon-
Un* hefir verið lýst tyrir mér, sitja við opinn ofninn, skara í
Slæðurnar og stara inn í glæðurnar. í þessum glóðum sá
hann fleiri forna stafi, gamlar minningar og torráðnar rúnir,
en aðrir menn sem honum voru samlendir.
Qrímur kom að nokkru leyti heim með brotin skip, að