Eimreiðin - 01.01.1923, Page 20
16
GRÍMUR THOMSEN
EIMREIÐlN
ann í kvæði sín í samræmi við þá reynslu. Sú menning, sem
var svo máttug í eðli, að hún slepti aldrei tökum á honum
hvar sem hann fór og dró hann að lokum heim til sín aftur,
hún er nú orðin einum traustum þætti sterkari eftir að hún
eignaðist hann og verk hans. Slíkir menn, sem eru svo ein-
stakir, að enga uppbót er hægt að fá fyrir þá annarsstaðar,
eru hinn nýi sáttmáli íslendinga, og vér höfum aldrei haft
annars sáttmála þörf til þess að sanna tilverurétt vorn meðal
þjóðanna. Einmitt þess vegna verður Grímur gott athvarf fyrir
íslenska víkinga, hvar sem þeir eiga í vök að verjast. Og hfs'
skoðun hans er ferðamanninum holl: að glúpna ekki fvrir
smámunum, kveða heldur en kveina, en muna þó jafnan, a^
mannlegum mætti eru takmörk sett. Um Helga magra er sagt,
að hann trúði á Krist hversdaglega, en hét á Þór til sæfara
og harðræða. Hér skal ekki farið út í að jafna Grími við
önnur íslensk skáld, og mörg þeirra eru vafalaust eins hent-
ugur hversdagslestur. En hvenær eignumst vér annað skáld,
sem betra er á að heita til sæfara og harðræða?
Sigurður Nordal■