Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 25
eimreiðin
í VERINU
21
lveir skrokkar, komnir að falli og notaðir fyrir hesthús. Þær
verbúðir, sem nú eru til, en sem þó óðum fækkar, eru ann-
aðhvort steinsteypt eða timburhús járnvarin, bygð sem venju-
Jeg íbúðarhús, þiljuð í hólf og gólf og með útlendar eldstór,
ásamt ýmsum nútíðar þægindum.
Ollum verbúðum fylgdi smiðjukofi; stóð hann við búðarhlið-
ina eða utustu búðina, ef fleiri stóðu saman, en oft voru 2
eða fleiri búðir um sömu smiðjuna.
Nokkrar búðir áttu sérstök nöfn, svo sem Hjallbúð og
Kirkjubúð í Þorlákshöfn, annars voru þær venjulega kendar
við formennina, sem í þeim bjuggu.
Um þetta bil voru skipin flest tírónir áttæringar, með 14
niönnum auk hálfdrættings, nokkrir sexæringar áttrónir, með
10 mönnum, og örfáir teinæringar tólfrónir, með 16 mönnum.
Stærð búða fór að sjálfsögðu nokkuð eftir stærð skipshafna, en
tó kom sér vel, að einu rúmi væri þar fleira en þurfti að
nota til að sofa í. Mátti þar þá geyma ýmsa hluti.
Tala verbúða í verunum var mjög mismunandi, og fór alls
ekki eftir skipafjölda, nema í Þorlákshöfn. Annarsstaðar lágu
menn við að meira og minna leyti í bæjum. Mestu munaði
betta á Eyrarbakka.
Eftir því sem næst verður komist í fljótu bragði, voru ver-
búðir í Árnessýslu, þegar þær voru flestar, um 1890, hér um
bil
eins og hér segir:
I Herdísarvík.....................4
- Selvogi.........................2
- Þorlákshöfn....................29
Á Eyrarbakka .......................5
- Stokkseyri.....................46
- Baustöðum og við Tungu . . 10
- Loftsstöðum....................10
Alls . .106
Þegar vermenn komu til búða, lá fyrst fyrir að búa þar
Urn sig. Hey, hálmur, hefilspænir eða marhálmur var látið í
rumstæðin, og lagði útgerðarmaður það til. Tveir og tveir af
skipverjum gerðust lagsmenn, bjuggu um sig og sváfu í sama