Eimreiðin - 01.01.1923, Page 27
EIMREIÐIN
í VERINU
23
verjum var kosinn til að hafa alla kaffireikninga með hönd-
um. Fengu allir honum tillög sín, skamtaði hann það síðan í
sameiginlega kaffikönnu, gerði kaffihaldarinn svo reikningsskil
* lokin; bættu menn til ef ekki entist, en skiftu ef afgangur
varð. Káffið var hitað í smiðjunni og gerðu menn það einn
dag úr rúmi eftir röð þeirra.
Verbúö með gamla laginu. Teiknuð eftir minni af 0. O.
í sumum búðum var þetta þó á annan hátt, þar hafði hver
sitt kaffi út af fyrir sig og litla kaffikönnu, sem hann fékk
helt á heitu vatni hjá þeim sem hitaði, gat þá sérhver hagað
líaffidrykkju sinni eftir vild og þörfum, var það þægilegra en
ekki ódýrara.
Þegar ekki var róið var máltíðum hagað eins og tíðkaðist
heimafyrir, en daglegu lífi manna var þá þannig háttað að
hver sýslaði það er hann vildi, ef ekki þurfti að starfa að
skipi, afla eða veiðarfærum, sumir saumuðu skinnklæði, aðrir
unnu úr hrosshári, sem haft var að heiman, nokkrir fléttuðu
a-eiptögl, hnappheldur eða brugðu gjarðir, hagir menn smíðuðu