Eimreiðin - 01.01.1923, Side 35
EIMREIÐIN
I VERINU
31
^yrsta; hét það sumardagsveisla, var hún veitt hvort sem róið
var eða ekki, enda ekki annað en fáeinar lummur með sætu
kaffi og þriggja pela brennivínsflaska í hvert rúm, var þá
helst að vín sá á mönnum einkum ef landlega var. Annars
var lítið um drykkirí, enda hefðu drykkfeldir hásetar naumast
verið liðnir til lengdar og þá var úr nógu mörgum að velja, er
sjór var svo að segja eingöngu stundaður á opnum skipum.
Á páskum var ekkert sérstakt haft til hátíðabrigða; menn
fóru helst til kirkju, eða skruppu heim til sín þeir er skamt
áttu. — Þegar kom fram undir lokin og fiskilaust, eða lítið
var orðið um fisk, var farið að »vaska« saltfiskinn. Bar þá
v'ð að menn »hrestu sig í vaskinu«, því oft var það kalt verk
um það leyti. Einhver tók fiskinn síðan til þurkunar fyrir um-
samið kaup og lagði hann inn í verslanirnar. Harðæti var að
^estu flutt heim, nema ef eitthvað var látið í kaupstaðinn.
Lífið í verbúðunum var furðanlega skemtilegt, þegar þess er
9ætt að svo að segja öll þægindi, sem menn voru vanir heima,
skorti, enginn stóll, ekkert borð, ekkert mataráhald nema vasa-
hnífurinn og eitt bollapar eða krukka til að drekka kaffið úr,
þrengsli mikil þegar 2 menn og stundum 3, með hálfdrætting,
WeÖu að sofa og vinna alt, sem unnið var, innan búðar á
sama rúminu, blaut og grútug skinnklæðin hangandi á hverri
stoð við höfðalögin, skór og vetlingar á bríkurrimlum, og rott-
ur hlaupandi út og inn um veggjarholurnar.
En þar á móti var húsið hlýtt, skamt til dyra og túður, sem
fá mátti loftbreytingar um eftir þörfum, fæðið óbrotið en kjarn-
9ott, unnið í skorpum, en góðar hvíldir á milli. Þótti ungling-
fara þar vel fram, heilsufar var þar engu lakara en á
heimilum alment, ágætur félagskapur og samheldni, gleðskapur
°9 fjör úti og inni, og oft var samrýni skipverja, einkum
tagsmanna, svo mikið að þeir héldu vinskap alla æfi. Sam-
eisinleg hætta — og heppni — sameinuðu skipverja ósjálfrátt.
Formaðurinn var jafnan mikilsvirtur af skipshöfn sinni, og
laut hver maður boði hans og banni, enda var hann næstum
einvaldur yfir skipverjum, og að lögum meira en nokkur hús-
bóndi á heimili. Hásetar vissu vel, að hann hafði margoft líf