Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 36
32
í VERINU
EIMREIÐIN
þeirra í hendi sér, og að undir honum var mest komið, hversu
aflaðist.
Þannig var lífið í búðunum undantekningarlítið, og víst er
um það, að margir aldraðir menn minnast veru sinnar þar
með hlýjum huga, og telja það einn af skemtilegustu köflum
æfi sinnar.
A lokadaginn, 11. maí á hádegi, voru menn lausir úr skip-
rúmi og bjuggust til heimferðar; sammældu sig oft margir, er
samleið áttu, og voru þá kallaðir „heimgöngumenn“.
Heimkoman var sannarlegur fagnaðarfundur, er alt hafði
gengið slysalaust, og afli sæmilegur, en ástvinir og vanda-
menn svo sem úr helju heimtir.
Oðru máli var að gegna á þeim heimilum, þar sem unn-
ustinn, sonurinn, faðirinn eða eiginmaðurinn var ekki í flokki
heimgöngumannanna — sem því miður bar oft við, — þá sker-
andi sorg, sem á þeim heimilum ríkti, getur enginn þekt nema
guð einn og þeir, sem hana reyndu.
Framanskrifuð lýsing á verbúðum og lífinu í þeim um 1880
á að flestu leyti við í öllum verstöðvum austanfjalls um það
skeið, en þó helst í Þorlákshöfn, því þar var verbúðalífið sér-
stæðast og að mestu algerlega sjálfstætt. Á Eyrarbakka var
ofurlítill kaupstaðarbragur og menn lausari við búðir, og þ®r
sjaldan fullskipaðar, því heimamenn lágu í bæjum sínum. A
Stokkseyri, þar sem búðir voru þó langflestar, þá voru þar aftur
á móti of miklir sveita- eða heimilishættir. Menn höfðu þar svo
mikið saman að sælda við bæina og ýmsa aðhlynningu á þeiæ,
og sömuleiðis hjá Tungu og á Loftsstöðum, en þó voru ver-
búðir þar nokkuð sérstæðari. Þó var verbúðalífið í öllum að-
alatriðum alstaðar mjög svipað.
Sjóferðir voru auðvitað frábrugðnar þar, sem lóð var notuð
sem veiðarfæri, eins og gert var þá í eystri verstöðum, og
síðar í Þorlákshöfn, en lóðin er enn þá notuð með sömu að-
ferð, og þótti því síður ástæða til að lýsa því atriði að þessu
sinni. — Margt af siðum og verkum vermanna er eins enn,
þótt sumt sé breytt eða horfið með handfæraútgerðinni, en
flest af þessu er á hraðri leið til að hverfa algerlega ásamt