Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 38
EIMREIÐIK
„Sannfræði íslenskra sagna“.
Eftir Margeir Jónsson.
Með þessari fyrirsögn birti prófessor dr. Finnur ]ónsson
grein í Skírni árið 1919, og lýsti þar yfir þeirri skoðun sinni,
að fornsögur vorar mundu vera sannar í flestum aðalatriðum,.
þótt ýmsu kunni að vera bætt inn í frá síðari tímum. Eg man
það, að fyrirsögnin vakti athygli mína, svo eg las greinina
strax og eg sá hana, og var prófessornum þakklátur fyrir.
Mér þótti fyrirsögnin vel valin, og vegna þess að efni þessara
lína er svipað grein dr. Finns, leyfi eg mér að hafa sömu
fyrirsögn.
Það er öllum hugsandi mönnum kunnugt, að ýmsir vísinda-
menn hafa mjög dregið í efa frásagnir Islendingasagnanna
og annara bestu fornrita vorra í allverulegum atriðum. Enda
er altaf hægt að efast og bollaleggja um gamlar frásagnir,.
hvort sannar séu, því vitnum verður illa komið við í þeim
efnum, sem eru margra alda gömul. Vmsar fornmenjar hafa
þó staðfest fornar sagnir í ýmsum mikilsvarðandi atriðum, og.
jafnvel smámunum líka, eins og t. d. þeim, er próf. Finnur
bendir á í grein sinni. Mér hefir ætíð þótt vænt um allar
þær líkur og sannanir, sem á ýmsan hátt hafa fengist fyrir
sanngildi fornra sagna íslenskra, og geng hiklaust í þeirra
hóp, sem halda fram áreiðanleik þeirra í heild sinni. En það
vil eg taka skýlaust fram, að hvert atriði í sögunum tek eg.
ekki trúanlegt, því vitanlega hefir frásögnin fengið á sig bún-
inginn í meðferðinni, og altaf hætt við að ýmsum smáatriðum
hafi verið skotið inn í arfsagnirnar, þótt það hafi ekki ætíð
verið ásetningur sögumanna og söguritara.
Að þessu sinni langar mig til að fara fáum orðum um frá-
sagnir Hallfreðarsögu og Vatnsdælu, er snerta Avalda Ing)-
aldsson — Skegg-Avalda, sem á síðari öldum varð svo fræg-
ur í útilegumannasögunum (sbr. eftirmálann), og einmitt það