Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 41
EIMREIÐIN
SANNFRÆÐI ÍSLENSKRA SAQNA
37
málum lauk. Það er líka athugavert, að Hallfreðarsaga nefnir
a/drei bæ Avalds, þegar segir frá kvennamáli þeirra Hall-
freðar og Gríss. En trúlegast þætti mér, að Ávaldi hefði flutt
bygð sína úr Vatnsdal eftir að Óttar fóstbróðir hans var
rækur ger úr dalnum, og annaðhvort sest að á Ávaldsstöð-
Um í Víðidal eða Skeggvaldsstöðum í Miðfirði. Það var nær
Ottari. Það er alls ekki djarft, að giska á, að Skegg-Ávaldi
hafi verið alment kallaður Skegg-Valdi. Eins gat bærinn hafa
heitið Skegg-Ávaldastaðir í fyrstu.1) En hvernig sem í þessu
l'Sgur, er það víst, að bæjanöfn þessi styðja eindregið frá-
sögn beggja sagnanna um Skegg-Ávalda Ingjaldsson, og það
skiftir hér mestu máli.
Fleiri forn bæjaheiti hefi eg rekið mig á, sem virðast styðja
sum atriði fornsagnanna, en sleppi þó að skýra frá þeim
3ð sinni.
Eftirmáli. — Þjóðtrúin hefir ofið munnmælahjúp um nafn
Skegg-Ávalda. ]ón Guðmundsson lærði hefir meira að segja
Sert hann að einskonar verndarvætt allra útilegumanna og
ort um hann langan brag (Áradalsbrag), sbr. þetta erindi úr
bragnum:
Skegg-Avaldi, skjól vort blílt,
skygðu nú yfir landið þitt,
svo aldrei verði héraðið hitt
heims af bygðalýðum.
Forða hríðum, forða mér við hríðum.
Átti Áradalur, sem ýmist er kallaður Þórisdalur eða Valda-
dalur, af nafni Skegg-Ávalda eða Skeggja-Valda, að vera í
Qeitlandsjökli, og mynduðust margar útilegumannasögur um
hann, sem höfuðaðsetur útilegumanna. (Sjá ísl. þjóðsögur II.
b-, bls. 161 og 187). Skrítið er það, að Þórisdalur eða Valda-
dalur í Langjökli er nokkurn veginn í beina stefnu í suður,
ffam af Miðfirði.
') Frekari skýringar um þessi bæjanöfn koma ekki þessu máli beint
V|ð, og því er þeim slept hér.