Eimreiðin - 01.01.1923, Side 42
38
SANNFRÆÐI ISLENSKRA SAGNA
EIMREIÐIN
Jafnvel þótt hindurvitnasögur hafi skapast um dalinn, er
ekki óhugsandi, að Skegg-Ávaldi hafi fundið Þórisdalinn, því
fornmenn fóru víða um óbygðir, og sagt frá því — eftir það
hafi sögurnar myndast og breyst á ýmsa vegu.
Svona er mín ást.
Eftir Laura G. Saluerson.
(Mrs. L. G. Salverson er íslensk kona í Vesturheimi. Yrkir hún á ensku,
og sýnist ætla að verða fyrst íslenskra skálda til þess að ryðja sér til
rúms í amerískum bókmentum, svo eftirtekt veki).
Sem hafsins djúp, og hærri’ en tindar fjalla,
í hæstu gullbönd kvöldsins sem að ná,
þegar um skýin Ijóma lætur falla
Ijósguðinn sjálfur — er hann svífur hjá.
Og þýð sem blær, er brosa rósa-munnar;
og björt sem fegurst sólarlag við ós;
og sterk sem rok, þá dansa dætur Unnar
og drífa knör í átt til hafnar-ljóss.
Sem berglind tær, við brjóstin fjalls er dreymir
í blíðu og friði heimsins glaumi fjær;
sem friðsæll niður elfar, er hún streymir
um iðgræn skógargöng — svo lygn og skær.
Svona er mín ást, að orðin ei mig stoða,
en aumri þessa fró gaf drottinn mér:
að láta fegurð alla ást þá boða,
elskan mín, sem gefið hefi’ eg þér.
J. P. Pálsson þýddi.