Eimreiðin - 01.01.1923, Page 43
eimrieðin
Þjóðhátíð.
Eftir Björn Þórðarson.
I.
Vér höfum einu sinni, en að eins einu sinni haldið þjóðhátíð.
Það var 1874 í minningu 1000 ára byggingar landsins þegar
Kristján konungur IX. færði oss »frelsisskrá í föðurhendi«.
Næstu áratugina rifjaði fólkið upp í endurminningunni þessa
dýrðlegu hátíð á Þingvelli og sagði börnum sínum sem glegst
frá þeim viðburði. Það voru ljúfar endurminningar hjá gamla
fólkinu um hátíðina þá og eru ljúfar í huga þeirra, sem enn
lifa og muna þjóðhátíðina á Þingvelli. Það mun óhætt að full-
yrða það, að þetta varð sú minningarríkasta hátíð, er þeir
lifðu, sem hana voru viðstaddir hérlandsmanna. Og engin al-
menn hátíð síðan kemst í hálfkvisti við hana að minningar-
Ijóma. En hér fór saman það, sem ekki skeður aftur í senn
og aldrei hafði áður borið við, 1000 ára minningarhátíð og
fyrsta konungsheimsóknin, og enn fremur, Islendingar höfðu
aldrei fyr haldið þjóðhátíð og loks, höfuðhátíðarstaðurinn er
Þingvöllur. Hér koma saman þúsundir manna til gleði, til þess
að halda eingöngu gleðihátíð, á hinum helga stað. Hvílíkur
viðburður í æfi þessarar þjóðar. Þetta var einstæð hátíð, um
endurtekningu gat ekki verið að ræða.
Undir aldamótin vaknaði sú hugsun að það væri eftir-
breytnisverður siður, sem tíðkaðist meðal margra þjóða, að
halda árlega þjóðhátíð eða þjóðminningardag. Þann sið hafði
þjóðarbrot vort vestanhafs þá tekið upp og þótti sú hátíð þar,
jslendingadagurinn 2. ágúst, hin mesta þjóðræknisbót. Blaðið
Isafold hreyfði því fyrst á prenti, að vér héldum einnig hér
heima slíka hátíð 2. ágúst. Stúdentafélagið tók málið að sér
og fékk til liðs við sig allmörg félög hér í bænum, til þess
að fá hugmynd þessari komið í framkvæmd. Þetta tókst mjög
Qreiðlega og sumarið 1897, 2. ágúst, var haldinn hér í Reykja-
vík í fyrsta sinni hátíðlegur þjóðminningardagur. Hátíðarstað-