Eimreiðin - 01.01.1923, Side 44
40
ÞJÓÐHÁTÍÐ
EIMREIÐIN'
urinn var á Rauðarártúninu. Margir úrvalsræðumenn héldu
þar tölur. Minni voru ort og sungin. Úr nærsveitunum sótti
fólk mjög á hátíðina, sem fór úr hendi myndarlega, og ánægju-
samlega fyrir alla, sem þangað komu.
Næstu ár var 2. ágúst haldinn hátíðlegur og fór hátíða-
haldið oft unaðslega fram, þótt ekki tæki það fram hátíðinni
1897. Hátíðarstaðurinn var nú á Landakotstúninu. Arið 1902
þótti hátíðin takasLsérstaklega vel.’)
Að þjóðminningardeginum næstu ár kveður ekki mikið, en
1907 fór dagurinn saman við komu Friðriks konungs VIII. til.
Þingvalla, og ljómi yfir deginum var mjög lítill eftir það. Tóku
nú að heyrast raddir um, að dagurinn væri ekki vel valinn
bæði sökum þess, að hann væri um háannatímann og minn-
ingin um stjórnarskrárgjöfina tók mjög að sljófgast á þessum
árum.
Svo rann upp árið 1911. Aldarafmæli ]óns Sigurðssonar
þótti sjálfsagt hátíðarefni. Var 17. júní haldinn hátíðlegur um
land alt með hinni mestu vegsemd og prýði. Nú var 2. ágúst
alveg úr sögunni sem hátíðisdagur. Menn halda næstu ár
þjóðminningardag 17. júní, einnig sumstaðar utan Reykjavíkurv
einkum í kaupstöðunum. En 1915 kom nýtt atvik til sögunnar.
Konungi vorum þóknaðist 19. júní það ár að undirrita breyt-
ing á stjórnskipunarlögum landsins. Með breytingu þessari var
meðal annars konum veittur kosningarréttur til alþingis. Nú
þótti þeim skylda sín að halda uppi minningu þess dags í
sama mund, og börðust vasklega fyrir því. Við þetta drógst
athyglin, að minsta kosti í Reykjavík, frá 17. júní og dofnaði
smám saman yfir þeim degi. Var það næsta eðlilegt meðal
1) Aö morgni þess dags bar til lítið atvik, er festi daginn sérstaklega
í minni næstu ár. Þá um sumarið var alþingi háð, aukaþing. Heima-
stjórnarflokkurinn og Framsóknarflokkurinn þáverandi, börðust um hylli
almennings. Um morguninn 2. ágúst áður en hátíðarhaldið hófst alment,.
gekk Heimastjórnarþingflokkurinn í fylkingu suður í kirkjugarð og Iagði
blómsveig á leiði Jón Sigurðssonar. Var þetta í fyrsta sinni að pólitiskur
flokkur helgaði minningu ]. S. á þenna hátt. Með þessu tiltæki þóttist
Framsóknarflokkurinn grált leikinn, taldi þessa athöfn framda með lævísi
og í fullu heimildarleysi. Spunnust út af þessu illvígar deilur, bríxl og
heitingar.