Eimreiðin - 01.01.1923, Side 48
44 ÞjÓÐHÁTÍÐ eimreiðin
hátíð þess verður á leiðinni, en hún er afmælishátíð sérstaks
atburðar, stofnunar þess.
Um daginn sjálfan hygg eg að ekki geti orðið ágreiningur.
Vorir vísu feður hafa sjálfir kjörið hann, að fenginni langri
og harla ábyggilegri reynslu. Dagurinn er fimtudagurinn í 11-
viku sumars. Var þessi dagur lögtekinn á alþingi 999. Aður
hafði alþingi hafist viku fyr. Frá árinu 1000 og þar til Járn-
síða var tekin í lög, hófst alþingi nefndan dag.1) Nú stóð
alþingi í 14 daga, og var því þingsetningardagurinn valinn hið
fyrsta er unt var, til þess að þingi yrði lokið fyrir heyannir.
Fyrir oss er dagurinn nú aftur á allra ákjósanlegasta tíma og
veldur því, að vikudagurinn færðist aftur með nýja stíl, eða
með gildandi tímatali. Vikudagurinn, fimtudagurinn í 11. viku
sumars, fellur því nú á tímum á tímabilinu 28. júní til 4. júlí.
Kvikaði þá þjóðhátíðardagur vor, miðað við mánaðardag, öld-
ungis á sama hátt og sá eini þjóðlegi tyllidagur, sem vér enn
höfum í heiðri, sem sé sumardagurinn fyrsti. Það er ekki unt
að velja þjóðhátíðardag á heppilegri tíma.
Og hátíðarstaðurinn, hvar skyldi hann annarstaðar eiga að
vera en á Þingvelli. Þjóðhátíð getur blátt áfram ekki átt sér
stað annarstaðar en þar. Hversu vegleg hátíð sem er, getur
ekki verið þjóðhátíð nema hún sé háð þar, hún er annars
annaðhvort héraðshátíð eða einhvers konar önnur hátíð.
Fyrir höfuðstaðarbúa er vegurinn til Þingvalla ekki nema
góð stekkjargata, eins og reynslan hefir sannað á síðustu ár-
um. Ef að líkum má ráða, mundi næsta mörgum Reykvík-
ingum þykja það stórmikill fengur, að eiga kost á því að
sækja hátíð á Þingvöllum um þenna tíma sumars. Því að
flestum er það sem hátíð, að koma þangað, þótt þar sé ekki
frá mannanna hlið nein gleði fyrirbúin. Aðsókn af hálfu höf-
staðarbúa mundi því áreiðanlega verða mjög mikil. En svo er
hins og að gæta. að aldrei eru fleiri menn úr öðrum lands-
fjórðungum staddir í Reykjavík en um mánaðamótin júní til
júlí. Þetta er nú svo, en hversu miklu fleiri mundu ekki í
1) Samkvæmt Járnsíðu og ]ónsbók skyldu menn komnir til þings Pét-
ursmessuaftan. Það er að kveldi þess 28. júní.