Eimreiðin - 01.01.1923, Page 49
EIMREIÐIN
ÞJÓÐHÁTIÐ
45
framtíðinni kosta kapps um að haga ferðum sínum þannig,
þegar þeim með því væri unt, án nokkurra verulegra erfið-
leika, að vera viðstaddir þjóðhátíð á Þingvelli. Að menn úr
nálægum héruðum sunnanlands mundu sækja hátíðina, þarf
ekki að efa, og í venjulegu árferði mundu Norðlendingar
drjúgum bregða sér suður fyrir heiðar. í fám orðum, þúsundir
manna mundu streyma til Þingvalla í þjóðhátíðarhug. Þetta
er þjóðhátíð.
En svo er spurningin, á hátíðin að haldast árlega? Því
munu margir svara, að það sé auðvitað mál. Þetta ætti líka
að vera svo. En þar reynir einmitt á festu og dug þjóðar-
innar. Því að ekkert væri skaðlegra fyrir hugsjónina, en ef
það reyndist svo, að þol þjóðarinnar væri ekki svo haldgott,
að hún gæti með innileik og fullu fjöri gert hátíðina vel úr
garði. Sú skoðun mætti ómögulega læsa sig í hug manna,
3ð endurtekning fyrri hátíðar ætti sér stað, það mundi sljófga
almenning og draga úr hinum sönnu hátíðabrigðum. Sú
hugsun þyrfti einmitt að vera vakandi, að ætíð væri fyrir
hendi ný hátíð með nýrri gleði. Til þess að vissa væri um
þetta, kynni að vera rétt að halda ekki Þingvallahátíð nema
með eins eða jafnvel tveggja eða þriggja ára millibili. En nú
vil eg gera ráð fyrir því, sérstaklega vegna þess að hátíðar-
staðurinn er á Þingvelli, að svo mikill þróttur búi með þjóð-
■tini, að hún geti haldið vegsamlega og dýrðlega hátíð árlega,
°S kemur þá til greina hverjar stoðir renna undir hátíða-
haldið og með hverjum hætti efna mætti til þess svo, að það
aldrei yrði innihaldslítið eða gleðisnautt.
Til þess að hrinda málinu í framkvæmd, ættu ýms félög,
sem hafa miðstjórn sína í Reykjavík og hafa alþjóðlega þýð-
mgu og markmið, að bindast samtökum og beitast fyrir því.
^au félög, sem gengju í broddi, hefi eg einkum hugsað mér
t>essi: Stúdentafélagið, íþróttasamband íslands, Bandalag
hvenna og miðstjórn ungmennafélaga landsins. Þessi félög
leituðu stuðnings hjá öðrum mikilvægum landsfélögum, svo
Sem hjá S. í. S., Alþýðusambandi íslands, Stórstúkunni, félagi
barnakennara o. fl., t. d. pólitiskum landsmálafélögum. 011 for-
SÖngufélögin legðu til, hvert fyrir sig, dálitla fjárhæð, sem