Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 52
48
ÞJÓÐHÁTÍÐ
eimreiðin
rekspöl, mundu félög þau, er halda uppi strandferðum kringum
landið, sjá sér ótvíræðan hag í því, að haga skipaferðum sín-
um sem heppilegast fyrir þá, sem hug hefðu á að sækja há-
tíðina. Mundu félögin þannig geta gert Vestfirðingum og Aust-
firðingum, sem erfiðast eiga til sóknar yfir land, auðvelda
hátíðarferðina.
Gjald ætti hver hátíðargestur að greiða sem svaraði til
venjulegs inngöngueyris á skemtanir í Reykjavík. Gjaldið yrð'
þó frábrugðið tíðkanlegum aðgöngueyri á þann hátt, að hver)-
um gesti væri það í sjálfsvald sett hvort hann greiddi gjaldið
eða ekki. Gegn gjaldinu fengi greiðandi hátíðarmerki sem
hann bæri auðsýnilega. Mundu fæstir láta undir höfuð leggjast
að kaupa merkið, þótt heyrt gætu þeir og séð það sem fram
færi fyrir því. Sölustaður merkisins ætti að vera settur á hag-
kvæman stað, t. d. Oxarárbrú; yfir brúna og eftir Almannagia
ætti enginn gestur að geta farið án greiðslu lausnargjalds. Alt
þetta fé rynni í Hátíðarsjóð.
Gegn sumu af því, sem nú hefir verið sagt, kunna nokkrir
að mæla það, að þetta áform sé ekki framkvæmanlegt, vegna
vöntunar húsnæðis á Þingvöllum. Og það er dagsanna, áð
þar vantar húsaskjól. En gegn þjóðhátíðinni sjálfri eru slíkar
röksemdir ekki nýtar. Ar eftir ár á öldinni sem leið voru þa''
haldnir fjölmennir fundir, hinir þjóðnýtu Þingvallafundir, er
þyrfti að rita rækilega um í heild. Stóðu fundir þessir oft
meira en einn dag. Þá hafa á Þingvöllum verið haldnar þrjar
konungshátíðir og þangað komið þá múgur og margmenni. A
því er enginn vafi, að þjóðhátíð má halda þar með veg °S
sóma, þótt ekki sé þar meira húsaskjól en nú er. En árlegt
þjóðhátíðarhald á Þingvelli er einmitt hin óbrigðula leið að
því marki, sem þjóðin verður að keppa að, því marki, að
heiðra í verki minningu feðranna á þessum helga stað, með
því að láta hann frá mannanna hendi fá sem besta mynd og
líkingu við það, sem hann var, »þegar alt stóð í blómas en
þó með þeim hætti, sem menningarþroski nútíðarinnar heimtar.
Skal nú í fám orðum lýst, hversu þessu megi til leiðar snúa.
Allur þorri þeirra, sem sótt hafa hátíðir eða mannfundi til
Þingvalla, hafa verið knúðir til að flytja tjald með sér, til þess