Eimreiðin - 01.01.1923, Page 54
50
ÞJÓÐHÁTÍÐ
eimreiðin
landsstjórnarinnar, með ráði hinna bestu manna, að ákveða
stað fyrir búðir og reglur um skipulag þeirra. Þarf það mál
vandlega að athuga. Um ytri gerð búðanna ætti landsstjórnin
einnig að hafa hönd í bagga, þannig að enga búð mæfti reisa
fyr en samþykki stjórnarinnar eða fulltrúa hennar í þeim mál-
um væri fengið um legu og ytra útlit búðarinnar eftir upp-
drætti. Land undir búð ætti að leigja við lágu verði, sem
ætti að renna í Hátíðarsjóð. Um viðhald búða og urngengm
alla ætti að setja reglur, er fylgt væri fast eftir að væri hlýtt.
Eftirlit með þessu væri auðvitað falið þeim manni, sem nú
þegar er skipaður umsjónarmaður af hendi stjórnarinnar á
Þingvöllum, á sumrum. Brot á settum reglum ættu að varða
sektum, er rynnu í Hátíðarsjóð, og jafnvel missi búðar og búð-
arréttar, ef mikil brögð væru að.
Það er ekki til neins hér, að reyna að gera áætlun um
kostnað við búðagerð. Alt er enn þá svo kvikult um verðlag.
bæði efnis og vinnu. En þegar þess er gætt, að búðirnar eru
að eins ætlaðar til íbúðar um stundarsakir, og það um há-
sumarið, þá þyrfti þær ekki að vanda með tilliti til hlýjunnar.
Hins vegar þurfa þær að vera svo úr garði gerðar, að þ®r
þoli vetrarfrostin án þess að skemmast verulega. Ætla má að
búðirnar verði annaðhvort ein hæð eða einlyftar, og bygðar
úr því efni, sem auðveldast er að afla á staðnum, steini eða
steinsteypu. Margar bygðar í líkum stíl og svo smekklega að
ytri gerð og frágangi, sem fegurðartilfinning vor kann best að
móta þær með því fjármagni, sem fyrir hendi er. Veggir
mundu að líkindum verða hafðir einfaldir og ekki þiljaðir að
innan, og allur innri búnaður svo einfaldur og óbrotinn sem
menn teldu sér unandi við að búa. Búðir ættu að verða tjald-
aðar að innan, og gæti þá hver gert búð sína úr garði innan-
húss sæmilega með litlum tilkostnaði.
Með þessu móti ættu búðirnar að geta orðið tiltölulega ódýr-
ar byggingar og mér virðist það ekki fjarri sanni, að á nokkr-
um árum risi upp snoturt búðahverfi á Þingvöllum. I sam-
bandi við kostnaðinn má benda á, að það er ekki ólíklegt, að
eigendurnir gætu fengið nokkurn arð af búðum sínum með