Eimreiðin - 01.01.1923, Page 56
52
Þ]ÓÐHÁTÍÐ
eimreiðin
vekja almenning til starfs með því að fá honum viðfangsefni,
sem í sjálfu sér er auðvelt að leysa, en gerir þó alt í senn,
vekur þjóðarandann, göfgar þjóðarsálina og eflir þjóðlífið. En
alt þetta ber í skauti sínu þjóðhátíð á Þingvöllum, sem til væn
stofnað með þeim hætti, sem eg hefi áður lýst. Eru Þingvellir
þar með af nýju orðnir miðstöð þjóðarinnar, allsherjarþing-
staður, þar sem teknar væru fullnaðarályktanir í félagslegum
og efnahagslegum menningarmálum þjóðarinnar.
Sælustund.
[Eftir eiginhandar riti Jóhanns Sigurjónssonar. Bendir höndin á, að
höf. hafi ungur verið er hann orti þetta.]
Hann lét mig setjast við laglegt borð
og lauk upp bókinni sinni,
en sérhvert kjarngott og kröftugt orð
af kappi eg festi í minni.
A fyrstu blaðsíðu fálkinn var
í fögrum drifhvítum klæðum,
og tigna höfuðið hátt hann bar,
— en heitt varð mér blóð í æðum.
Og listamálarann leit eg á —
sem ljós frá hans augum streymdi,
og auðséð var það af öllu þá,
hvað inst hann í hjarta geymdi.
Og hljóður sat eg og heyrði á
hvert hljómblítt orð frá hans vörum,
en gleðin lék sér um blíða brá
og bros var í augum snörum.