Eimreiðin - 01.01.1923, Side 57
EIMREIÐIN
SÆLUSTUND
53
Svo fletti hann bókinni, mynd við mynd,
sem mær eða rós á grjóti,
eða eigló og himinn í hafsins lind
mér hýrlega brostu móti.
Það var sem fuglarnir færu’ af stað
og flýgju á laufguðum greinum,
það var eins og andvarinn bærði blað
á beinvöxnum fögrum reynum.
Eg fann að hjarta mitt hraðar sló
og hiti braust fram í kinnar,
eg vildi tala’, en á vörum dó
hver viðleitni tungu minnar.
Og blóðið hraðar og hraðar rann,
mín hjartaslög mátti finna,
nú eg af alvöru fyrst það fann
hve fagurt það er að vinna.
Þá eigló rósfögur svalar sér
í sjónum lygna og hvíta,
og dagurinn hniginn í djúpið er,
á dagsverkið allir líta.
Og hver sem vann eitthvað veglegt, nýtt,
hann verður hugrór í geði,
og hjartastrengirnir hrærast blítt
af hreinni og djúpri gleði.
]á, þetta’ eru launin, sem listin fær,
þau laun, sem náttúran gefur,
sá bjartasti geisli’, er á blómrós hlær,
það besta, sem lífið hefur.
Virðingafylst til B. Gröndals,
frá Jóhanni Sigurjónssyni.