Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 59
EIMREIÐIN
Nýmæli í veðurfræði.
Inngangur. Aðalorsökin til hinn-
ar óstöðugu veðráttu á Islandi og
öðrum löndum eða höfum á svipuð-
um breiddarstigum eru hin svonefndu
lágþrýstisvæði (minima, depressions) í
loftinu, sem eru á sífeldri hreyfingu
og taka ýmsum stakkaskiftum. Valda
þau oft sviplegum og hættulegum vind-
snúningi, samfara úrkomu og hita-
breytingum á stöðum þeim, sem verða
á vegi þeirra. Þau hafa áhrif á loft-
vogina, svo að hún fellur þegar lág-
þrýsti nálgast og stígur þegar það er
komið fram hjá. Notkun loftvogar-
innar sem veðurvita byggist á því, að hún gerir aðvart, þegar
lágþrýsti, og þar af leiðandi illviðri, er í aðsigi.
Lágþrýstisvæðin hafa nafn sitt af því, að þar sem þau ná
Yfir, er þrýsting loftsins óvenju lítil, svo loftvogin stendur lágt.
Þar sem loftþrýstingin er allra minst, er miðja lágþrýstisvæð-
'sins. — Af því að loftstraumarnir, eða vindarnir öðru nafni,
hvirflast umhverfis miðjur lágþrýstisvæðanna líkt og vatns-
straumur í hringiðu, má einnig nefna þau vindsveipa eða að
eins sveipa (cyclon), og mun því nafni haldið hér. Annars
vegar er háþrýstisvæði, þar sem loftvogin stendur óvenju hátt.
t*ar blása vindarnir út frá miðjunni til allra hliða, og nefnum
vér þá vindhreyfingu andsveip (anticyclon).
Sveiparnir ná venjulega yfir svæði, sem eru mörg hundruð
kilómetrar í þvermál. Flestir hreyfast úr vesturátt til austurs
’rieð 30—60 km. hraða á kl.st., en að vetrarlagi verður hrað-
’nn stundum yfir 100 km. á kl.sf.