Eimreiðin - 01.01.1923, Page 60
56
NVMÆLI í VEÐURFRÆÐI
eimreiðin
Veðurspár. Fyrsta sporið til þess að geta sagt fyrir veðr-
áttu næsta dags eða daga í landi nokkru eða héraði er að
fá vitneskju um hvar sveipar séu í nánd, í hvaða stefnu þeir
hreyfist og hve sterkir þeir séu. — Þetta má sjá af veður-
skeytum frá nálægum löndum og frá skipum á hafinu. Vegna
hins mikla hraða sveipanna er nauðsynlegt að fá skeyti sem
lengst að og sömuleiðis frá nægilega mörgum stöðvum, til
þess að geta dæmt um hve sterkir þeir séu. — Frá Islandi
til New-Foundlands eru ca. 2500 km. Sterkur sveipur getur
farið þessa leið á 20-—30 kl.st. og ofviðri af völdum hans
þannig skollið yfir á Islandi tæpum sólarhring eftir að þess
varð vart við New-Foundland.
Því næst er það áríðandi að hafa rétta hugmynd um,
hvernig sveiparnir myndast alment og hvaðan orka sú kemur,
sem knýr þá áfram.
Um þessi efni hafa komið fram ýmsar tilgátur, sem of langt
mál yrði að rekja í þessu greinarkorni. Hins vegar er það
ætlun mín að segja í höfuðdráttunum frá skoðunum þeim, um
myndun og gerð sveipa, sem kendar eru við prófessor Bjerk-
nes í Björgvin. Eru þær nú lagðar til grundvallar fyrir veð-
urspám í Noregi, Svíþjóð, ]apan o. v., og þykir vel gefast.
Má fullyrða, að engin nýmæli í veðurfræði hafi á síðari árum
vakið jafnmikla eftirtekt, enda fallast stöðugt fleiri og fleiri
veðurfræðingar á réttmæti og gagnsemi þeirra.
Norðmenn hafa á síðari árum komið betra skipulagi á veð-
urstarfsemi sína en flest önnur lönd, og má nú óhikað telja þá
orgöngumenn á því sviði. Auk þess sem þeir hafa fleiri inn-
lendar veðurskeytastöðvar en venja er til í öðrum löndum,
hafa þeir sýnt áhuga og framtakssemi með því að reisa veð-
urskeytastöð á Jan Mayen í fyrra sumar (1921) og aðra í Mý-
firði (Mygbugten) á Austur-Grænlandi (73,5° n.b. og 21,5°
v.l.) í haust. — Hafa veðurfregnir frá þessum stöðvum gert
mögulegt að segja fyrir norðvestanstorma við strendur Noregs
í tæka tíð. Aður var einatt örðugt að segja þá fyrir; þeir
komu að óvörum og ollu oft stórtjóni, bæði manna og skipa,
í fiskiverum og á höfnum. — Enn fremur hafa stöðvar þessar