Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 62
58
NVMÆLI í VEÐURFRÆÐI
eimreiðin
hafa verið nefnd veðramót (polarfront). Þau eru allóstöðug, en
halda sig þó að jafnaði milli 40° og 60° n.br. Sé legu þeirra
fylgt dag eftir dag á veðurkortum, kemur það í ljós, að við
þau myndast flestir sveiparnir. Er.n fremur hefir prófessor
Bjerknes leitt stærðfræðileg rök að því, að sveiparnir séu eins
konar bylgjuhreyfing, sem myndast á takmarkafletinum milli
hinna andstæðu og misheitu loftstrauma. Kenning hans er því
oft nefnd veðramóta-kenning (pólarfront-þeórí). Af veðurkort-
unum má enn fremur sjá, að sumstaðar ganga tungur eða
geirar af hlýju, suðrænu lofti, eins og vik og vogar inn í
kalda loftið. Við enda tungnanna er loftþrýstingin lægst eða
miðjur sveipanna. A milli þeirra skaga aftur kaldar lofttungur
suður á bóginn, jafnvel alla leið suður í staðvindabeltið. —
Veðramótin verða þess vegna öldumynduð, og eru miðjur
sveipanna (L, á 1. mynd) á öldutoppunum, en háþrýsti eða
andsveipar (H) í öldulægðunum.
Myndin sýnir hluta af veðramótunum (- - - línan) með
tveimur fullmynduðum sveipum, A og B, og hinum þriðja C,
sem er að myndast. Tvöföldu örvarnar tákna stefnu hlýju loft-
straumanna, en hinar einföldu sýna straumstefnur í norðræna