Eimreiðin - 01.01.1923, Page 65
EiMREIÐIN
NVMÆLI í VEÐURFRÆÐI
61
Sráleita hulu AS (Alto-Stratus), sem að eins mótar fyrir sól-
mni í gegnum. Hulan smáþyknar, lækkar og verður að regn-
skýjum Ni (Nimbus). Regnið byrjar þá venjulega sem strjálir
dropar en eykst smámsaman eftir því sem þyngir í lofti og
skýin verða dekkri. Samtímis þessari breytingu á útliti himins-
ins, fellur loftvogin meira eða minna ört, eftir því hve djúpur
sveipurinn er og hve hratt hann fer. Oftast hvessir líka frá
suðri eða suðaustri. — Regnið varir venjulega margar kl.st.
óslitið, þar til »hlýja tungan« nær staðnum, þá snýst vindurinn
ti! suðvesturs, lofthitinn eykst oft mjög snögglega um fleiri
stig og úrkoman hættir eða breytist í þoku og sallaregn. Þetta
er eigi óalgengt á íslandi og orsakar hinar alkunnu vetrar-
hlákur. Gangi miðja sveipsins vestar og norður um land, hitn-
ar sunnanvindurinn enn meir við það að fara yfir miðhálendi
landsins. Kemur hann þá oft sem þurr og varmúr hnúkaþeyr
(föhn) niður í dalina norðan og austanlands, svo af verður
»marahláka«.
Oftast vara hlýindin ekki lengi í senn. Þegar skúralínan
nær staðnum, snýst vindurinn í útvestur eða útnorður (»hleyp-
ur f norðrið«). Veðrið kólnar og gengur á með hryðjum og
éljum, sfundum þrumuveðri. Útlit himinsins verður rosalegt
með hreysturskýjum ACu (Alto-Cumulus) og skúraflókum
(Cumulo-Nimbus). Loftvogin stígur og bendir á að miðja
sveipsins sé komin fram hjá. Skúra eða rosaveðráttan varir
oft dægrum saman — enda þótt loftvogin stígi! Sumpart staf-
ar þetta af því, að fleiri en ein skúralína fylgja sama sveipn-
um líkt og bylgjur, sem stöðugt flytja með sér kaldara og
kaldara loft; sumpart stafa skúrirnar eða élin af því, að þegar
kaldur loftstraumur blæs yfir opið haf, hitna neðstu loftlögin
af því að strjúkast við vatnsflötinn, sem er tiltölulega miklu
hlýrri. (Að vetrinum er t. d. yfirborðshiti sævarins við Vestur-
landið 2—5 stig en heimsskautaloftið stundum alt að því 10
eða 20 stigum kaldara). Samkvæmt því sem áður er sagt, að
kalt loft er þyngra í sér en hlýtt, leiðir þá að jafnvægið milli
loftlaganna raskast og verður óstöðugt. Kalda loftið »sekkur«
í hið hlýrra, sem í staðinn þvingast upp á við, kælist á ný og
gefur skúrir af regni eða hagli.