Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 68
EIMREIÐIN
Hávaði út af litlu.
Úr Endurminningum Kleinmichel greifinnu.
Kleinmichel greifinna átti höll mikla og fagra f Pétursborg áður en
ófriðurinn mikli skall á, og safnaðist þar oft saman margt stórmenni,
bæði háaðallinn rússneski og erlendir sendiherrar og aðrir frægir menn,
svo að hún hafði frá mörgu að segja. Hefir hún ritað „Endurminningar
sínar, og er þar margt fjörlegt og skemtilegt. Þetta er einn kaflinn.
Þeir, sem ekki þekkja sendiherra stórþjóðanna, þessa vald-
hafa veraldarinnar, nema á yfirborðinu, halda venjulega, að alt
sem þeim viðkemur sé afskaplega mikilvægt og háalvarlegt.
Hvert smáorð og atvik, sem fram fer nálægt þeim, á að vera
vottur um stórviðburði og hafa í för með sér afleiðingar, sem
öll veröldin horfi á. En eg er hrædd um að ýmsum brygði held-
ur en ekki í brún, ef þeir vissu, hve mikið af barnaskap og
smávægilegu hversdagsdóti oft og einatt blandast inn í stór-
viðburðina, sem við horfum á.
Það rifjast einmitt nú upp fyrir mér afarhlægileg saga, sem
talsvert var skrafað um í Pétursborg á sínum tíma, og fékk
eg ekki lausnina á henni fyr en löngu seinna.
A stjórnarárum Alexanders keisara III. var í Pétursborg
maður nokkur að nafni Lamansky. Var hann forstjóri þjóð-
bankans, og þótti merkur maður og mikilhæfur í fjármálum-
En hann var svo ólánsamur að eiga konu, sem þótti heldur
lítið keppikefli, en var á hinn bóginn í meira lagi upp á heim-
inn. Látum það nú vera, en hitt var verra, að hún sóttist
hamslaust eftir félagsskap og kunningsskap við sér æðra fólk,
en það var á hinn bóginn álíka hamslaust að losna við hana,
og var þetta ófagur leikur á báða bóga, þótt slétt væri a
yfirborðinu. Var það siður þessara hjóna, að halda íburðar-
miklar átveislur og bjóða þangað stórmenni, en þó einkanlega