Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 70
66
HÁVAÐI ÚT AF LITLU
EIMREIÐIN
hefði hamlað. — Um þessar mundir sat Alexander III. 1
Gatchina og gaf sig ekki að neinum, kom nálega aldrei til
borgarinnar og hitti svo að segja aldrei neinn sendiherra.
Þetta, að hann skyldi alt í einu senda eftir von Werder,
hlaut því að benda á, að eitthvað meir en lítið alvarlegt hefði'
komið upp úr dúrnum í stjórnmálunum. Montebello var óaf-
látanlega að velta þessu fyrir sér, varð annars hugar og sagði
ekki eitt einasta orð meðan á máltíðinni stóð, át lítið og drakk
því minna. Þegar staðið var upp frá borðum, var honum þeg-
ar í stað rétt orðsendingin frá Vauvineux greifa, þar sem
hann, eins og til stóð, var boðaður heim í skyndi. Lamansky
fylgdi honum til dyra, og kvaðst skilja vel þá nauðsyn, sem
hans hágöfgi væri á því, að sinna þegar í stað jafn knýjandi
erindum. Þegar hann kom inn í salinn aftur var alt á tjái og.
tundri. Gestirnir hópuðust hingað og þangað og pískruðu og:
ræddu mjög ákaft þessa stórviðburði, sem nú mundu vera að
dynja yfir. Franski sendiherrann kallaður heim í skyndi, og.
þýski sendiherrann boðaður á fund keisarans fyrirvaralaust!
Það hlaut eitthvað stórkostlegt að vofa yfir Norðurálfunni!
Menn og konur umkringdu Lamansky og reyndu að fá hjá hon-
um ráðleggingar um það, hvort þau ættu að selja eða kaupa
verðbréf í kauphöllinni. Gestirnir smá tíndust á brott til þess
að segja fréttirnar heima hjá sér og í klúbbunum. Leikarar og.
söngfólk, sem pantað hafði verið til þess að skemta gestunum
með íþróttum sínum, komu að húsakynnunum tómum og frU'
Lamansky hágrátandi. Rex greifi fór beint í Veiðimanna-klúbb-
inn og rakst þar á Vauvineux greifa, sem sat þar og var að
að spila. Hann kallaði hann á tal, og sagði við hann afskap-
lega hátíðlega og dræmt: »Eg má auðvitað ekkert segja yður-
Embættis leyndarmál! En eg vil ekki gleyma fornri vináttu.
okkar, og í hennar nafni vil eg gefa yður eitt ráð: Dveljið
ekki hér! Hraðið yður heim í sendiherrahöllina, því að eg
gæti trúað, að yðar væri beðið þar með ekki lítilli eftirvænt-
ingu«. — »Ha, hvað er þetta?« spurði Vauvineux. Rex setti
fingurinn upp að vörum sér og sagði íbygginn: »Embættis-
leyndarmál«. Vauvineux datt ekki í hug að setja þetta í sam-
band við orðsendinguna heim til Lamanskys og hraðaði ser