Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 71
EIMREIÐIN
HÁVAÐI ÚT AF LITLU
67
alt hvað af tók heim í sendiherrahöllina. Þegar þangað kom,
var honum sagt, að sendiherrann hefði komið heim í mjög
®stu skapi, spurt eftir honum, og látið þau boð liggja fyrir
honum, að hann færi nú til frú Koutouzoff Tolstoy.
Þegar öll þessi ósköp gengu á, var eg stödd hjá spánska
sendiherranum, de Villa Gonzalo, greifa. Dyrnar opnuðust og
lnn kemur de Vauvineux mjög æstur, vildi ekki setjast niður
en spurði í ákefð, hvort franski sendiherrann hefði ekki komið
Þangað fyrir stundu. Fáum mínútum síðar kom sjálfur franski
sendiherrann másandi af mæði inn í salinn og spurði, hvort
^auvineux hefði ekki komið. Orstuttu síðar kom Koutouzoff
Tolstoy í Veiðimanna-klúbbinn og sagði fréttirnar af miðdegis-
veislunni hjá Lamansky. Það var svo sem ekki vafi á því,
að stjórnmálahimininn var að hrannast af geigvænlegum skýjum.
Marskálkurinn af Montebello gat ekki sofið um nóttina.
Undir morguninn datt honum í hug, að Marochetti barón,
sem var æskufélagi hans og aldavinur, sendiherra ítala, hlyti
að vita um erindi von Werders á fund keisarans, því að ítalir og
^jóðverjar voru komnir í bandalag (þrívelda-sambandið). Monte-
bello sagði okkur síðar sjálfur frá þessu mjög skemtilega. Hann
náði Marochetti í rúminu um morguninn og sagði við hann:
*Marok, kæri, gamli og góði vinur minn! Stjórnmálin hafa
shilið okkur, en hjörtu okkar skulu aldrei skilja. Eg vitna nú
*'l fornrar vináttu okkar. Segðu mér nú, hversvegna fór von
^erder til Gatchina?« Marochetti hafði verið í veislu með
^Hegum stúlkum langt fram á nótt og var grútsyfjaður. Hann
neri augun í ákafa og svaraði: »Fari kolað! Eg hef enga
hugmynd um það«. »Marok, góði vinur, segðu mér eitthvað,
hvað lítið sem það er, einhvern ávæning, það er nóg, hversu
Hil bending sem er«. — »Góði minn, eg segi þér það dag-
Sath að eg hefi enga hugmynd um það, eg legg þar við dreng-
skap minn«. — »Nú jæja, þeir hafa haldið þér utan við málið.
^‘1 hamingju með Prússana, þessa nýju bandamenn ykkar!« —
°9 með það gekk Montebello snúðugt út úr herberginu.
Marochetti reis nú upp í rúminu. Hver skollinn var þetta?
Höfðu þeir leikið á hann? Var verið að fela eitthvað fyrir
n°num í raun og veru? Hann ásetti sér að komast strax fyrir