Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 72
68
HÁVAÐI ÚT AF LITLU
eimreiðiN
það, og ákvað að fara í eigin persónu til von Werders. Hann
kom eftir morgunverðinn. Þýski sendiherrann tók innilega á móti
embættisbróður sínum frá Italíu. Marochetti var sannur sonur
sama föðurlands og Machiavelli, og varaðist því að spyrja von
Werder beinlínis að því, sem honum lá á hjarta. Hann beitti
því nákvæmum stjórnmálabrögðum til þess að fá von Werder
til þess að segja sér alt án þess að hann spyrði. — Hann
gekk að skrifborði, sem inni var í stofunni, en á því stóð
mynd af Alexander III. keisara. »Þetta er afbragðs mynd af
keisaranum«, sagði hann. »Hann er svipmikill og fríður mað-
ur, keisarinn. Hafið þér séð hann nýlega?« Von Werder datt
ekkert í hug, því að hann var maður hrekklaus og einlæsur-
Hann hugsaði sig því um dálitla stund og segir svo: »Eg
held að það séu að minsta kosti 5 mánuðir síðan eg hitti
hann seinast. En eg skal gæta að því, eg skrifa alt þesskonar
í almanakið mitt. — — Já einmitt, stendur heima, 5 mánuðir
og 4 dagar!« — »Og hafið þér alls ekki séð hann síðan?3
sagði Marochetti, og virti hann fyrir sér mjög nákvæmleg3-
Werder hugsaði sig nákvæmlega um. Marochetti var hróðugur-
Hann ætlaði sér ekki að hætta fyr en hann vissi alt. »Það
er alveg satt annars«, sagði Werder, hálf hikandi, »eg — —*
»Vissi eg ekki!« sagði Marochetti heldur en ekki hróðugur-
»Já«, sagði Werder, »þetta mun vera rétt. Eg hef séð hann
einu sinni síðan, tilsýndar, talsvert langt frá mér. Eg var a
gangi á götu og sá að hann fór frá járnbrautarstöðinni heim
í vetrarhöllina. En eg hefi steingleymt að færa það inn 1
almanakið*.
Loks lægði alt þetta óveður. Marskálkurinn af Montebello
komst brát-t á snoðir um, að general von Werder hafði alls
ekki farið til Gatchina kvöldið góða.
Það var leiðinlegast með þá, sem settu peningana sína i
brask í kauphöllinni.
M. J. þýddi.