Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 76
72
FORNAR S0GUR OG ORNEFNI
EIMREIÐIN
uppdrættinum er Skóga ekki nefnd, en hálendið, sem hun
stendur á, kallað Skógafjall.
Tvö örnefni eru hér fyrir innan (eða sunnan) Bæ, sem
nefnd eru ýmist »Heimri-Þrælshaugar« og »Fremri-Þræls-
haugar«, eða »Vtri«- og »lnnri-Þrælshaugar«. Á uppdraetti
herforingjaráðsins er heimri Þrælshaugurinn nefndur »Þræla-
haugur«, en hins ekki getið, sem er þó miklu líkari haug,
grasivaxinn hóll, en sá heimri er dálítil hólstrýta með vörðu-
broti á. Munnmælin segja, að þar séu dysjaðir þrælar tveir,
er hafi vegið hver annan vegna sundurlyndis út af fjárbeit
frá Bæ og Hlaðhamri. Bæjarþrællinn á að vera dysjaður i
fremri haugnum, en Hlaðhamarsþrællinn í hinum heimri. Atti
það að hafa verið gert til þess, að ef þeir lægju ekki kyrrir
í dysjum sínum, þá mættust þeir og tækju til óspiltra mála.
Enda hafa þeir ekki ónáðað fólk, svo sögur fari af.
Ekki hafa dys þessi verið rannsökuð, svo mér sé kunnugt
um, nema Jón Þórðarson óðalsbóndi í Skálholtsvík (d. 1916)
sagði mér, að þegar hann var vinnumaður hér í Bæ, gróf
hann, ásamt fleirum, í heimri þrælshauginn, og fundu þar
mannabein. Ekki dettur mér í hug, að rengja sögu Jóns um
það, að bein hafi þeir fundið, og mér þykir ólíklegt, að Jón
hafi ekki þekt, hvort þau voru úr manni eða dýri, því að
hann var vel skynsamur maður, merkur og gætinn. Ornefm
þessi benda á, að þau séu æði gömul, því um þrælahald og
hauglagningu fara litlar sögur eftir kristnitöku.
Forn vegur liggur frá botni Hrútafjarðar vestur yfir Laxár-
dalsheiði, sem nefndur hefir verið: »Sölvamannavegur« eða
»Sölvamannagötur«, og hefir verið sýndur a. m. k. á sumum
landsuppdráttum, en er ekki á þeim nýja. Nafnið á vegi þess-
um er frá þeim tíma, er Norðlingar fóru alment lestaferðir
eftir sölvum vestur í Dalasýslu. Þann veg hefir Gunnar á
Hlíðarenda að líkindum farið, þegar hann heimsótti Rút.
Gamall maður, sem nú er fyrir löngu dáinn, nákunnugur
Sölvamannagötum, lýsti þeim vegi fyrir mér og nefndi nokkur
örnefni meðfram honum, svo sem: Gatnhóla, Sölvamannahóla
o. fl. Hann gat þess líka, að þar sem vegurinn hefði legiö
yfir mýra- og flóasund, hefðu verið grjótbrýr, er nú væru svo