Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 81
EIMREIÐIN
SOLVI HELGASON
77
vönduðu fólki hjá,
títt ámintur um trú og dygð,
en þó verður innan skamms
allra viðurstygð?"
Einhver hefir sagt mér, að hann hafi verið alinn upp við
roikla hörku og kærleiksleysi, og þarf það ekki að koma í
bága við það, sem Sigvaldi segir, því þetta blessað »vandaða
fólk« var ekki skilningsbetra á sálarlíf barna og unglinga en
hver annar.
Tveggja systra Sölva heyrði eg getið. Sigurlaug hét önnur,
var saumakona og átti heima á Skagaströnd; fékk hún gott
orð. Hin hét Helga, og átti heima hjá Jóhannesi sýslumanni,
föður Jóhannesar bæjarfógeta í Reykjavík, þegar hann var
sýslumaður í Strandasýslu. Hún var orðlögð fyrir meinleysi
°2 góðlyndi.
Þegar Sölvi var fulltíða, þótti hann misindismaður og komst
1 glæpamál. Það var fyrir mitt minni, og eg hefi engin gögn
til að skrifa um það. Eg heyrði og tel víst, að það hafi verið
satt, að hann hafi verið dæmdur í þrælkunarvinnu og sendur
til Kaupmannahafnar að taka út hegninguna. Lítið mun hann
hafa batnað við það að öðru leyti en því, að kunna betur að
forðast lögin, en þótti þó jafnan viðsjáll, einkum fyrir kvenfólk.
Væri minst á utanför hans, sagðist hann aldrei hafa farið
þangað sem fangi, það hefði verið gamli Sölvi Heigason. Ef
fólk hélt samt sem áður að það alt hefði verið sama persónan,
og eitthvað hefði hann hlotið að vinna til þeirrar meðferðar,
svaraði hann einungis með þessari spurningu: »Hvað vann
Hristur til?«
Þegar eg man fyrst eftir honum, eða nokkru eftir 1860,
var hann æði hnakkakertur, og talaði um veru sína ytra
eins og hann hefði verið frjáls maður, og ekki af lakara tæi.
Sagði t. d.: »Við íslendingarnir höfum þetta svona og svona,
þegar við erum í Höfn«. Oftast sagði hann þó: »þegar eg var
erlendis«, til að gefa í skyn, að vera sín þar hefði ekki verið
bundin við vissan stað, enda sagðist hann ekkert vera að
stæra sig af því, þó hann hefði séð fimm konungsríki og þrjú