Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 86
82
S0LVI HELGASON
EIMREIÐIN
mikið af myndum, enda voru þau þá viðstödd. Ein myndin
sagði hann að væri af Pétri biskupi. En þegar faðir minn,
sem þekti biskup, var til kvaddur að segja hvort myndin væri
lík, varð Sölvi fyrri til og sagði: »Þetta er sálin úr honum*-
Enda líktist myndin víst alls ekki. Annari mynd man eg líka
eftir. Hún var af kölska. Var það hliðarmynd. Hann var afar
reistur og borginmannlegur, stóð og sté fram öðrum fæti, eins
og hann væri á gangi, en var þó með langa tóbakspípu i
munninum, Svart hár hafði hann, langt og strítt, sem stóð
aftur af hausnum, því annars hefði það dregist eftir jðrð-
inni. Hinar myndirnar minnir mig að væru allar líkar hver
annari, búlduleitar, með bleik andlit og ljósgul höfuð. Einum
vinnumanninum varð á að segja: »Þetta er falleg stúlka*.
»Stúlka«, segir Sölvi, og var megn fyrirlitning í rómnum.
»Þetta er kona, margra barna móðir úti í Þýskalandi. — Ekki
eruð þið miklir mannþekkjendur*. Sumar myndirnar sagði hann
að væru hugsjónir úr E. Swedenborg.
Sjálfan sig málaði Sölvi með geislabaug eða helgigloríu um
höfuðið. Hann var spurður að, hvað það ætti að merkja. Þá
sagði hann: »Osköp spyr þú barnalega«.
Móðir mín sýndi Sölva almanak, sem öllum, er sáu, þótti
listaverk. Þá sagði hann: »Þetta þykir ykkur fallegt; hvað
munduð þið þá segja, ef þið sæjuð almanak eftir Sölva Helga-
son? Að sjá þetta, og tunglin, þau eru eins og gamlar pott-
kökur«. Það er ómögulegt fyrir þá, sem ekki þektu Sölva, að
ímynda sér hvaða fádæmum af fyrirlitningu hann kom fyrir i
þessum fáu orðum. Altaf held eg að hann hafi, vakinn og sof-
inn, verið að hugsa upp nýtt til að stæra sig af. Eitt kvöld
sat hann og hvíldi höfuðið í höndum sér. Við hugðum hann
mundi blunda, en alt í einu rétti hann höndina fram og sagði:
»Þetta er ekki stór hönd, en sinarnar eru eins og stálþræðir*-
Þar, sem honum þótti mjög ómannblendið fólk og óupplýst.
sagðist hann ekki geta verið; sér fyndist hann vera kominn
til Hadesar.
Eg þekki ekki síðustu æfiár hans. Þá mun hann hafa haldið
kyrru fyrir. Ekki hefi eg heldur getað spurt uppi, hvað orðið
hafi af málverkum hans og handritum, ef þau hafa nokkur