Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 87
EIMREIÐIN
S0LVI HELGASON
83
Ver>ð. Hann skrifaði oft af kappi, kveld og morgna, þegar
hann gisti hjá okkur. Engum vildi hann sýna það, sem hann
skrifaði; sagði að það væri ekki fyrir sveitafólk, að lesa svo
f>na skrift. Eg heyrði, að sumir efuðust um, að hann skrifaði
nokkuð annað en punkta og stryk. Árið 1883 fluttist eg al-
farin burt frá Melum, og sá Sölva aldrei eftir það. Að vísu
k°m hann í Vatnsdal, en ekki svo langt fram eftir sem heimili
IT»tt var þá. Eg hefði þó gjarnan viljað sjá hann, því marga
anægjustund hefi eg haft af að rifja upp sögur hans með því
látbragði, sem þeim fylgdi. En alt fyrir það hefir mér ekki
Sengið betur en öðrum að ráða þá gátu, hvort hann var
fmimspekingur eða heimskingi.
Kornsá, í nóvember 1922.
Ingunn Jónsdóttir.
Viðbætir.
Reisupassi Sölva tielgasonar.
[Árið 1843, þegar Sölvi var 23 ára, því að hann er fæddur 1820, fann
t’ann upp á því óhappa tiltæki að falsa handa sér svo kallaðan „reisu-
Passa" til þess að geta flakkað óhindrað um landið. Er það ugglaust þessi
Passi, sem sneitt er að í bragnum, sem nefndur er í greininni. Af því að
Passi þessi er bæði skemtilegur og fjörlega stílaður og l^sir manninum vel
°9 grobbi hans, en passinn er í fárra höndum, þykir rétt að birta hann
'’®r- Er hann prentaður eftir Nýjum Félagsritum 9. ár, 1849, bls. 151 —153.)
J,Sýslumaðurinn yfir Norðurmúla-sýslu gjörir vitanlegt: að
^erra silfur- og gullsmiður, málari og hárskeri m. m. Sölvi
^elgason Guðmundsen, óskar í dag af mér reisupassa frá
^°rðurmúla-sýslu yfir austur- og suður- og norðurfjórðunga
'slands, til ýmislegra þarflegra erinda. Meðfram öðrum hans
ermdum, ætlar hann að setja sig niður í einhverri sýslu á
^ssari ferð sem annar handverksmaður, hver að er þó flest-
Um handverksmönnum meiri, og betur að sér til sálar og lík-
ama; og er hann fyrir laungu búinn að gjöra sig nafnfrægan
1 norður- og austurfjórðungum landsins með sfnum frammúr-