Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 92
88
TILRAUNAHÚSIN í ÞRÁNDHEIMI
eimreiðiN
Munurinn er lítill á þessum þremur húsum, og sést á því, að
5" mólag jafnast fyllilega á við 3" tvínótaða planka. Þó telur
próf. Bugge réttara, að gera mólagið 6 eða l" þykt. Sag
verður oss aftur dýrara, svo það varðar oss minna, enda
nokkur hætta á að það geti fúnað, sveppar grandað því o. fl-
Eg hefi, áður en tilraunir þessar voru gerðar, vakið máls
á því, að hlaða mætti skjólveggi í húsum (t. d. innan þunns
steypuveggs) úr móhnausum og leggja hnausana í lítið eitt af
mó- eða leirgraut. Tilraunirnar í Þrándheimi mæla með þessu,
en þó virðast mér þær ekki fullnægjandi. Mórinn breytir ekki
lítið rúmtaki, eftir því hve þur hann er. Ef heilt íbúðarhús
væri fóðrað þannig að innan með skjólvegg úr hlöðnum mó,
getur bæði verið að tala um að veggurinn sigi eða jafnvel
rifni við þurk. Ekki er það heldur óhugsandi, ef raki kæmist
inn í húsið, að hann þrútnaði svo upp, að til skaða yrði-
Sennilega verða ýmsar frekari tilraunir gerðar með þetta, því
svo álitlegur þótti mórinn til bygginga, að sérstökum manni
hefir verið falið á hendur að halda tilraununum áfram með
hann, og þá sérstaklega á hvern hátt mætti best nota hann
til bygginga í sveitum.
Fróðlegt hefði verið að sjá, hver hlýindi hússins hefðu orðið,
ef mótroðinu hefði verið slept og tómt lofthol komið í þess
stað. Að eins eitt hús hafði svipaða gerð, og var þó að ýmsu
frábrugðið (húsið nr. XX). Hitaeyðsla þess var 145. Móhúsið
tróðlaust hefði líklega eytt um 150 í stað 105 með tróði. .
Steinhús. Af steinhúsunum voru flest bygð úr múrsteim,
ýmist með óholum veggjum eða hol voru gerð í veggina a
ýmsan hátt. Þó vér byggjum ekki úr múrsteini, þá gefa hús
þessi góða hugmynd um áhrif tómra holrúma í veggjum, °S
er því nokkrum þeirra lýst hér.
Húsið nr. I var bygt úr óholum múrsteinsveggjum, l'/2
steini á þykt (veggþykt alls 36 cm). Sléttað (púðsað) var það
utan og innan. Hitaeyðslan var 188, eða hátt upp í tvöfalt af
því, sem plankahús það, sem fyr er getið um, eyddi.
Húsið nr. IV var með sömu veggjaþykt, en 6 cm breitt
hol var gert í veggina þannig, að Vs steinn (12 cm breiður)
var utan holsins og 1 steinn (24 cm) innan þess. Útveggur