Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 95
EIMREIÐIN
TILRAUNAHÚSIN í ÞRÁNDHEIMI
91
sem tvöfaldur steypuveggur með víðu veggjarholi, og það
er síðan fylt með mómylsnu eða torfi. Mó- eða torftróðið er
bá skjólveggurinn, sem mestu ræður um hlýindi bússiris. Þessi
aðferð svarar algerlega til sag- og móveggjanna norsku, sem
reyndust hvað best af öllum veggjum. Munurinn er að eins
sá, að í Noregi voru þiljur og pappi utan og innan móveggj-
arins, en steinn hjá oss, sem verður oss ekki miklu dýrari, ef
Vel er á öllu haldið, en hefir þó marga og mikla kosti fram
Yfir eldfimt timbur. Þeir eru þannig eldtraustir og auk þess
óhultir fyrir rottum og öðrum óþrifadýrum. í sumum húsum
hefir innveggurinn verið gerður að burðarvegg og steypuloftið
látið hvíla á honum einum. Norsku tilraunirnar mæla með
þeirri gerð, sem auk þess gerir auðveldara að fá óslitið tróð-
hol eftir öllum veggjunum.
Mér virðist enginn efi á því, að stefna vor sé rétt, og miklu
réttari en að auka timburhúsagerð. Hins vegar er hún fjarri
því að vera fullþroskuð, og oss veitti ekki af að gera ýmsar
tilraunir til endurbóta. Því miður er áhuginn minni hjá oss en
Norðmönnum, og ef til vill verða það þeir, sem ryðja þá
hraut til fulls, sem vér byrjuðum á.
G. H.
Þingvallahreyfingin.
Ari segir frá því í Islendingabók, að Qrímur geitskór, eða
Seitskör, fóstbróðir Úlfhéðins lagasmiðs, fór um land alt til
l>ess að kanna, hvar best mundi að setja alþingi íslendinga,
er það væri á stofn sett.
Eins og kunnugt er, valdi hann völluna við Oxará, og varð
tá til Þingvöllur.
Qrímur geitskór hefir hlotið mikið lof, og að maklegleikum,
fyrir það, hve vel honum hafi tekist að velja stað fyrir alþingi
hið forna, og hefir staðurinn líklega átt þátt, og hann ekki