Eimreiðin - 01.01.1923, Side 97
EIMREIÐIN
ÞINGVALLAHREYFINGIN
93
°3 hentugri legu. Og synd er það þjóðinni, að láta þennan
s*að ónotaðan liggja og óræktan. Það er auður, dýrari en
9ull og silfur, sem liggur ónotaður þar sem Þingvöllur liggur
uanræktur og umhirðulaus.
Það er því gleðilegur vottur, að nú sýnast hugir margra
stefna að Þingvelli. Og það er einmitt út af því, að þelta
Sreinarkorn er ritað. Það er ekki tilgangurinn, að koma hér
■ueð neinar nýjar tillögur um Þingvöll, heldur að eins að
Vekja athygli manna á þessu í einu lagi öllu. Það er eins og
hver vakningstími beini sjónum manna að Þingvelli, og láti
roenn sjá og finna, að þar ættu hinar bestu og þjóðlegustu
■hugsjónir að rætast.
Þegar hin volduga pólitíska vakning gekk yfir á fyrri parti
19. aldar, og krafist var að fá alþingi endurreist, beindust sjónir
uianna að Þingvelli, og var það ekki kynlegt. Konungur hefir
yarla tekið það upp hjá sjálfum sér, er hann í ávarpi sínu til
Islendinga 1840 vakti máls á, hvort ekki væri best, að væntan-
legt þing yrði háð á hinum forna þingstað við Oxará. Og
Fjölnismenn gripu þessa hugsjón tveim höndum.
]ón Sigurðsson réði, og röksemdir hans fyrir því, að alþingi
®tti hér sem annarstaðar að koma saman í höfuðborg ríkis-
ins, voru kaldar og rólegar og órekandi. En hafa þeir ekki
samt, skáldin og hugsjónamennirnir, spámennirnir, séð lengra
Iram í tímann eftir alt og náð insta kjarna málsins enn betur,
þótt þeir mættu ekki rönd við reisa rökfestu hins? Svo mun
bjóðin svara einhvern tíma, þegar hún hefir í raun og sann-
leika fundið sig sjálfa. Þá mun hún svara eins og ]ón Lofts-
son, ágætasti höfðingi, sem verið hefir á landinu, er honum var
fluttur boðskapur erkibiskups um nýja siðu og óiíka því, sem
hér höfðu verið, en þá viðgengust annarstaðar um veröldina:
*Heyra má ek erkibiskups boðskap, en ráðinn er ek í at
halda hann at engu, ok eigi hygg ek at hann viii betr né viti,
en mínir forellrar: Sæmundr hinn fróði ok synir hans«.
Hér er þá ein tillagan, um alþingishald á Þingvöllum. Og sú
iillaga nær fram að ganga fyrr eða síðar. Það er nokkurskonar
Prófsteinn á þjóðina, hvenær hún er orðin fullvaxin og veit