Eimreiðin - 01.01.1923, Page 103
EIMREIÐIN
Tímavélin.
Eftir H. G. Wel/s.
(Framhald)
Alt í einu þeytti eg eldspýtunni á gólfið og tók á rás, velti
emum af þeim um koll af ósköpunum, og hentist gegnum
borðsalinn aftur, út í tunglsljósið. Eg heyrði hræðsluóp og að
þeir þeyttust í ýmsar áttir á flótta. Eg man ekki alt sem eg
Serði þessa nótt. Það var þessi skyndilegi missir, sem gerði
mig tryltan. Mér fanst eg lokaður úti úr mínum eigin heimi
°9 vera eins og óþekt dýr í ókunnum heimi. Eg hef víst
ráfað um, æpandi og hrópandi á guð og forlögin. Mig rámar
1 það, að eg væri ákaflega þreyttur og að nóttin væri ógur-
iega lengi að líða, að eg leitaði hingað og þangað, brytist inn
um æfagamlar rústir og þuklaði þar á einkennilegum kvikind-
um í skuggunum. Mig rámar í það, að eg lægi síðast á flöt-
mni fyrir framan sfinxinn, grátandi af iðrun og reiði yfir því
að eg skyldi skilja vélina eftir. En einnig þessar tilfinningar
fjöruðu út með líkamskröftunum, svo að loks var ekkert orðið
eftir nema eymd og volæði. Valt eg loks út af og vaknaði ekki
^yrri en fullbjart var orðið, og nokkrir smáfuglar voru að vappa
1 grasinu rétt hjá mér.
Eg reis upp og andaði að mér hreinu morgunloftinu og
reyndi að rifja upp fyrir mér hvað gerst hefði, hvernig eg var
þingað kominn og hvers vegna mér fanst eg vera svo ein-
mana og yfirgefinn. Þá mundi eg glögt eftir öllu saman. Og
þarna í hressandi, björtu dagsljósinu varð þetta nú alt miklu
'jósara fyrir mér. Eg sá hve afskaplega heimskulega eg hafði
þfeytt um nóttina að láta eins og eg væri tryltur. Nú gat eg
hugleitt alt. Það versta, sem hægt var að hugsa sér, var það,
að vélin væri alveg töpuð eða ef til vill eyðilögð. Þá var
eþki um annað að gera en vera rólegur og þolinmóður, kom-
ast í sem mestan kunningsskap við fólkið og kynna mér sem
best allar ástæður. Það var ekki alveg óhugsandi að eg gæti
uáð í efni og verkfæri og smíðað nýja vél. Það var eina vonin,