Eimreiðin - 01.01.1923, Side 106
102
TÍMAVÉLIN
EIMREIÐIN
settist niður og virti staðinn fyrir mér. En eg hafði enga eirð
í mér til þess að bíða lengi. Það er of mikið í mér af vest-
urlandablóðinu til þess að eg endist til þess að sitja lengi og
bíða. Eg get endst við að glíma við vandamál árum saman,
en að vera iðjulaus í 24 tíma — það legg eg ekki upp.
Eg reis á fætur eftir nokkra bið og lagði af stað í áttina
til hæðarinnar, án þess að vita, hvert eg ætlaði. »Þolinmæði«,
sagði eg við sjálfan mig. »Það er auðséð, að ef þú vilt fá vél-
ina aftur, þá verður þú að láta fótstallinn eiga sig. Ef þeir
ætla sér að halda fyrir þér vélinni, þá stoðar ekkert að brjóta
bronsi-spjöldin, en ef þeir ætla sér hitt, þá kemur vélin þegar
þú kant að biðja þá um hana. Það er ekki til neins fyrir þig.
að ætla þér að leysa neina gátu hér, þar sem þig vantar for-
sendurnar. Þú verður vitskertur á því, og annað ekki. Snúðu
þér að þessari nýju veröld. Kyntu þér krókaleiðir hennar og
vertu ekki of fljótur á þér með skýringarnar. Þá kemstu að
lokum fyrir það, hvernig í öllu liggur«. Og í sömu svipan
datt mér í hug kaldhæðnin í þessu öllu: Arum saman hafði
eg unnið að því að finna ráð til þess að komast inn í ókomna
tímann, og nú þráði eg ekkert heitar en að komast úr hon-
um aftur. Eg hafði veitt sjálfan mig í þá mögnuðustu gildru,
sem nokkru sinni hafði egnd verið. Eg gat ekki að mér gert,
þótt eg ætti sjálfur í hlut: Eg skelti upp úr.
Þegar eg gekk yfir auða svæðið, gat eg ekki betur séð,
en að fólkið forðaðist mig. Þetta hefir ef til vill verið ímynd-
un mín, en það gat líka stafað af því, að þeir höfðu séð til
mín, er eg var að lemja í bronsi-plöturnar. Eg var næstum
því viss um þetta, að þeir forðuðust mig. En eg gætti þess
vandlega, að láta á engu bera, og sýndi enga viðleitni í þá
átt, að áreita þá, svo að á einum til tveim dögum var alt
komið í besta gengi milli mín og þeirra. Eg lagði ítrasta kapp
á að læra tungumál þeirra, og hélt áfram könnunarferðum
mínum hingað og þangað. Annaðhvort var, að tungumál þeirra
var ákaflega einfalt, mestmegnis sagnir og nafnorð, eða þá
að inn í það var komið eitthvað, sem eg gat ekki gripið.
Óhlutkend hugtök fann eg svo sem engin, og málið var snautt
að öllum likingum. Setningarnar voru sára einfaldar, oftast