Eimreiðin - 01.01.1923, Blaðsíða 107
E'MREIÐIN
TÍMAVÉLIN
103
tvö orð, og mér gekk afarilla að skilja og láta skilja nema
t>að allra einfaldasta. Eg ásetti mér að láta alt, er viðkom
tíniavélinni og bronsi-dyrunum, liggja fullkomlega í láginni, þar
t't eg var kominn svo vel niður í málinu og orðinn svo kunn-
u9ur öllu, að eg gæti látið það berast í tal ósjálfrátt. En eins
■°9 þið skiljið ef til vill, varð mér það alveg ósjálfrátt, að haf-
ast við í nánd við staðinn, þar sem eg hafði lent.
VIII. SKVRING.
Það var svo að sjá, sem öll veröldin væri orðin jafn frjó-
sóm og auðsæl og Thamesdalurinn. Eg gekk upp á hverja
h®ðina eftir aðra, og alstaðar blasti við sama sjónin: glæsi-
^egar hallir með öllu upphugsanlegu byggingalagi og úr alls-
T°nar efni, runnar í þéttum skúfum, hvanngrænar flatir og tré,
Sem svignuðu undir þunga blóma og ávaxta. Hingað og þang-
að glitti í vatn, eins og silfurþræði, en lengra í burtu bylgj-
aöist landið í aflíðandi hálsum og hæðum, æ lengra og lengra
1 fjarlægðina, þar til það blandaðist inn í bláma himinsins.
Tók eg nú eftir einu einkennilegu fyrirbrigði, en það voru
n°kkurskonar kringlóttir brunnar, og þóttist eg vita, að sumir
toirra væru afardjúpir. Einn þeirra var fast við götuna, sem
e9 hafði gengið upp eftir hálsinum, fyrsta daginn. Umhverfis
hann (og alla þessa brunna) var umgerð úr bronsi, haglega
Serð, en yfir honum var hvolfþak, til þess að ekki skyldi
ri9na ofan í hann. Þegar eg settist á barminn og gægðist
°fan í brunninn, gat eg ekki séð minsta vott um að það blik-
aöi á vatn niðri í myrkrinu, og ekki sá eg heldur nokkurn
9lampa, þó að eg kveikti á eldspýtu. En niðri í þessum brunn-
um heyrði eg kynlegan nið: Þú — þú — þú, eins og slög í stórri
Vel, og eg varð þess var, er eg hélt logandi eldspýtu í brunn-
°pinu, að loftið streymdi niður um opið. Eg prófaði þetta
b°tur með því að kasta bréfsnifsi niður í opið. í stað þess að
flögra hægt niður í brunninn, sogaðist bréfið þegar í stað
n'ður í myrkrið og var horfið á svipstundu.
Nokkru síðar fór eg að setja þessa brunna í samband við
stóra turna, sem stóðu hingað og þangað í hlíðunum. Eg tók