Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 114
110
TÍMAVÉLIN
eimreidin
Ósjálfrátt greip mig ótti við villidýr. Eg knýtti hnefana og
horfði stöðugt og óbifanlega á móti þessum leiftrandi augum.
Eg þorði ekki að snúa mér undan. Þá datt mér það í hug,
að mannkynið sýndist lifa í fullkomnu öryggi og því gæh
ekkert verið að óttast. En þá hræðslan við myrkrið? Eg náði
nú að nokkru leyti valdi á mér, gekk eitt skref áfram og gaf
frá mér hljóð. Eg verð að játa að eg hafði ekki gott vald á
rödd minni og hún hefir víst verið nokkuð óhefluð. Eg rak á
undan mér hnefann og kom við eitthvað lint. I sama vet-
fangi hurfu augun til hliðar og eitthvað ljósleitt þaut fram
hjá mér. Eg sneri mér við og fanst hjartað ætla að kæfa
mig. Sá eg þá lítið, einkennilegt kvikindi í apamynd. Höfuðið
var niðri á bringu og þaut kvikindið yfir opna svæðið, bjarta,
rak sig á forngrýtisbákn eitt, reikaði til hliðar og var að augna-
bliki liðnu horfið inni í skuggann af niðurföllnum stórbjörgum.
Eg sá auðvitað ekki greinilega hvernig þetta dýr var. Það
var hvítt og þó með daufum lit og hafði stór, rauðgrá, ein-
kennileg augu. Eg sá líka að það var með hörlitt hár á höfði
og niður eftir bakinu. En sannast að segja þá skifti þetta svo
fáum togum, að eg varla sá það. Eg var ekki einu sinni viss
um hvort það hljóp á fjórum fótum, eða hvort það hljóp
mjög álútt. Eftir skamma stund fór eg á eftir því að hinni rúst-
inni. Fyrst í stað fann eg það ekki. En þegar eg var búinn
að leita dálitla stund, kom eg að einum af kringlóttu brunn-
unum, sem eg hefi sagt ykkur frá. Var hann í skugganum, og
fallin súla lá hér um bil yfir honum. Nú datt mér nokkuð í
hug. Kvikindið skyldi þó ekki hafa farið niður í brunninn?
Eg kveikti á eldspýtu og lýsti niður í gatið, og hvað sé eg
þá? Eg sá lítið, hvítt kvikindi, og horfði það á mig stórum,
björtum augum, er það hélt í skyndi niður eftir göngunum.
Það fór um mig hrollur. Það var eitthvað við það, sem kom
mér til að kalla það mann-konguló! Það kleif með miklum hraða
niður eftir ganginum, og nú tók eg fyrst eftir því, að í vegg-
ina voru fest handföng og þrep úr málmi, svo að það var
nokkurskonar stigi niður eftir brunninum. En nú brendi eld-
spýtan mig í fingurna, og eg misti hana. En þegar eg var
búinn að kveikja á annari, var litla ófreskjan horfin.