Eimreiðin - 01.01.1923, Síða 115
EIMREIÐIN
TÍMAVÉLIN
111
Eg veit ekki hversu lengi eg sat þarna og horfði niður í
brunninn. Eg varð lengi að berjast við sjálfan mig, áður en eg
9at komið mér til að trúa því, að þetta væri mannleg vera.
En að lokum var þó eins og augu mín lykjust upp: Maður-
inn var ekki lengur ein tegund, heldur var greindur orðinn í
tvær tegundir. Fallega, litla fólkið, á yfirborði jarðarinnar var
ekki alt mannkynið, heldur voru þessi upplituðu, ógeðslegn
fayrkrakvikindi, líka herrar jarðarinnar.
Turnarnir einkennilegu og brunnarnir og loftrásirnar miklu
neðanjarðar, — nú kom þetta alt í huga minn. Nú fór eg að
skilja þetta alt. En hvaða erindi átti þetta dýr inn í þá fyrir-
niyndar veröld, sem eg hélt að eg dveldi nú í? Og í hvaða
sambandi stóð það við iðjuleysi og ró fallega fólksins á yfir-
borði jarðar? Og hvaða völundarhús skyldu vera þarna niðri,.
á botni brunnanna djúpu? Eg sat þarna á brunnbarminum og
sagði sjálfum mér, að hér væri að minsta kosti engin hætta
á ferðum, og að þarna niður yrði eg að fara og kynnast því
öllu. En hvað um það, sú ferð var ógurleg í augum mínum.
Eg hikaði við, að leggja af stað, og í sama bili komu tvö af
litla fólkinu hlaupandi í spretti með ástaglettum. Hann elti
hana og varpaði blómvöndum á eftir henni á sprettinum.
Þeim sýndist bregða mjög er þau sáu mig sitja og styðja
mig upp við föllnu súluna og horfa niður í brunninn. Það var
auðsjáanlega eitt af því, sem heyrði til álmennum mannasiðum,
uð forðast að líta við þessum brunnum. Eg benti þeim að
koma, og ætlaði að fara að reyna að mynda spurningu um þetta,
en þau fóru þá öll hjá sér, og sneru við mér baki. En þau
höfðu gaman af eldspýtunum mínum, og kveikti eg á nokkr-
um þeirra fyrir þau. Reyndi eg svo aftur að komast að spurn-
Wgunni um brunnana, en það strandaði alt.
Lét eg málið þá eiga sig, og hugsaði mér að eg skyldi
reyna, hvort Vína gæti ekki leyst úr þessu vandamáli mínu.
En hugur minn var nú allur í ólgu. Getgátur og hugsmíðar
uoru þar á ferð og flugi fram og aftur, en smámsaman var
eins og alt væri að færast í nýja mynd. Eg var nú farinn að
shygnast inn í það, hvað brunnarnir voru í raun og veru, og
loftræstinga turnarnir og draugarnir. Og þá var mig nú farið