Eimreiðin - 01.01.1923, Qupperneq 116
112
TÍMAVÉLIN
EIMREIÐIN
að gruna margt um bronsi fótstallinn og hvarf tímavélarinnar!
Og loks fór það nú að smáskýrast fyrir mér, hvernig á þvi
stóð, að enginn sýndist þurfa að vinna neitt fyrir lífinu.
Eg hugsaði eitthvað á þessa leið: Þessi nýfundni maður átti
auðsjáanlega heima neðanjarðar. Þrent var það einkum, er
sannaði mér það, að hann væri langa lengi búinn að hafast
við undir yfirborði jarðar. Fyrst var það hörundsliturinn. Hann
var eins og á þeim dýrum, sem hafast við í myrkri, eins og
1. d. hvítu fiskarnir í Kentucky hellunum. Svo voru það aug-
un, stór og leiftrandi í myrkri, eins og augu þeirra dýra, sem
sjá vel í myrkri; dæmi þess eru náttuglan og kötturinn. Og
svo var það loks þetta, að þessi manndýr sýndust verða alveg
frá sér í birtunni, ráku sig á alt og rammviltust, en skunduðu
í skugga, hvar sem hann bar á, og svo hvernig beir lutu höfði
meðan birtan skein á þá — alt þetta benti á að þeir þyldu
illa birtu.
Það hlaut því að vera svo, að undir fótum mér væri jörðin
afskaplega grafin, og í þessum neðanjarðargöngum bjó þetta
nýja mannkyn. Turnarir og brunnarnir í hlíðunum — alstaðar
nema neðst á dalbotninum — sýndu hve víðáttumikil þessi
völundarhús voru. Og hvað lá þá nær en hugsa sem svo, að
þarna niðri væri það unnið, sem litla fólkið á yfirborði jarðar
þurfti til lífsins viðurhalds? Mér fanst þetta vera svo ljóst og
sjálfsagt, að eg féllst á það svo að segja umyrðalaust, og fór
að athuga næstu spurningu, sem sé, hvernig mannkynið hefði
farið að klofna í þessa tvo flokka? Þið sjáið nú líklega strax,
hvernig eg hugsaði mér þetta, en satt að segja fann eg það
fljótt með sjálfum mér, að skýring mín mundi vera harla mikið
af handahófi í ýmsum atriðum. (Framhald)