Eimreiðin - 01.01.1923, Side 117
CiMREIÐIN
Ritsjá.
Valtýr Guðmundsson: ISLANDSK GRAMMATIK. Islandsk Nutids-
sProg. Köbenhavn, H. Hagerups Forlag, 1922 (VIII + 191 S.).
Það hefir lengi verið þörf á stórri íslenskri málfræði handa útlending-
Pot. sem eingöngu fjallaði um íslenskt nútíðarmál. Vmsir ágætir málfræð-
‘Pgar (á síðari tímum t. d. Wimmer, Noreen, Heusler og Finnur Jónsson)
ha(a> sem kunnugt er, samið kenslubækur í íslenskri málfræði, en aðal-
^Sa lagt til grundvallar fornmálið, og er það eðlilegt, ekki síst þegar á
það er litið, að það hefir miklu meiri þýðingu fyrir málssögu frændþjóð-
anna en nútíðarmálið, og bókmentir forfeðra okkar — það verðum við
játa — þykja útlendingum öllu betri og bragðmeiri, en það sem við
höfum verið að bisa við á sfðari tímum.
Málfræði próf. V. G., sem hér ræðir um, snýst eingöngu um nýja málið,
°9 hefir ýmislegt nýtt og gott til brunns að bera, sem gefur henni mikið
9tldi. Er þá fyrst þess að geta, að þetta er fyrsta nýíslenska málfræðin,
þar sem gefin er ítarleg lýsing á hljóðum íslenskrar tungu eins og þau
nu eru, og framburðurinn í þeim kafla táknaður með hljóðritun. Mér er
mtkil ánægja að slá því föstu, að höf. í öllum meginatriðum er sömu
skoðunar og við, sem höfum unnið að íslensk-dönsku orðabókinni. Þó
^er hanr. sínar leiðir í sumu, en þar sem enn vantar nákvæmar vísinda-
*e9ar rannsóknir um framburð íslenskra hljóða (með verkfærum helst),
eru enn, eins og allir vita, serr. við slíkt hafa fengist, ýmisleg atriði, sem
vafi getur á leikið, þó kalla megi að aðaldrættirnir séu ljósir. Gera má
stnáathugasemdir við þennan kafla, og skal eg nefna hér, að eg t. d. tel
það sjaldgæft að borið sé fram palatalt k (kj) í orðum eins og birki,
^erkjur, kirkja (sbr. bls. 14), þó k sé skrifað þar, mér heyrist þar vera
Palatalt g (gj) og svo höfum við táknað framburðinn í orðabókinni. Sömu-
leiðis er það víst sjaldgæft að menn beri fram raddað r á undan k, p, t,
(Ms. 19), — ég held óraddaða r-ið sé þar algengast, og við þesskonar
0r5 í orðabókinni hygg eg aldrei við höfum sett annan framburð en með
Ofödduðu r-i (t. d. í arka, herkjur, hjarta, karpa.). Hinsvegar vil eg ekki
(ortaka, að þessi framburður finnist, en hann er þá áreiðanlega mjög
slaldgaefur. Þá mætti enn nefna að æskilegt hefði verið að geta um mis-
Ptunandi lengd tvíhljóða í íslensku (§. 17).
En þó þannig megi nefna einstöku smáatriði, sem öðruvísi má á líta
°9 um verður deilt, þá mun enginn geta neitað því að hér er stigið stórt
sPor í rétta átt. Og próf. V. G. getur þess líka í formála bókarinnar að
hann hafi ekki ætlað sér að skrifa neina ítarlega eða almenna íslenska
8